Hoppa yfir valmynd
21. september 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kristín Linda Árnadóttir nýr formaður samninganefndar ríkisins

Kristín Linda Árnadóttir  - mynd

Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, verður nýr formaður samninganefndar ríkisins en þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður.

Gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna flestir skeið sitt á enda á síðasta ársfjórðungi þessa árs en gildistími kjarasamninga opinberra starfsmanna er í flestum tilvikum til loka marsmánaðar. Bandalög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir að kjaraviðræður hefjist sem fyrst og er skipan nýs formanns liður í undirbúningi við að hefja það samtal.

Gert er ráð fyrir að aðrir í nefndinni komi úr röðum starfsfólks kjara- og mannauðssýslu ríkisinis (KMR) og ráðuneyta og eftir atvikum frá stofnunum ríkisins með þekkingu á kjarasamningsumhverfi stærstu starfsstétta hins opinbera.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta