Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úrskurður nr. 21/2010

Miðvikudaginn 11. ágúst 2010

A

gegn

Tryggingastofnun ríkisins

Ú r s k u r ð u r

Mál þetta úrskurða Friðjón Örn Friðjónsson, hrl., Guðmundur Sigurðsson, læknir og Þuríður Árnadóttir, lögfræðingur.

Með bréfi, dags. 2. janúar 2010, kærir A til úrskurðarnefndar almannatrygginga niðurstöðu örorkumats lífeyristrygginga Tryggingastofnunar ríkisins frá 4. nóvember 2009.

Óskað er endurskoðunar.

Málavextir eru þeir samkvæmt gögnum málsins að með umsókn, dags. 20. maí 2009, sótti kærandi um örorkulífeyri og tengdar greiðslur.

Í viðbótargreinargerð Tryggingastofnunar ríkisins dags. 7. júní 2010, kemur eftirfarandi fram:

 „Eftir að farið hefur verið yfir þau gögn sem bárust er ljóst að fara þarf yfir mál kæranda á nýjan leik. Þar sem að Tryggingastofnun mun taka nýja ákvörðun að lokinni þessari yfirferð fer stofnunin fram á að málinu verði vísað frá að svo stöddu.“

 

Niðurstaða úrskurðarnefndar:

Kæra varðar ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu örorkulífeyris.

Tryggingastofnun ríkisins hefur tekið mál kæranda aftur til meðferðar og verður ný stjórnvaldsákvörðun tekin í kjölfarið. Þegar af þeirri ástæðu er málinu vísað frá úrskurðarnefnd almannatrygginga sbr. 2. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þegar hin nýja stjórnvaldsákvörðun liggur fyrir er kæranda heimilt að kæra hana til úrskurðarnefndar almannatrygginga ef hann sættir sig ekki við ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins.

 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

 

Kæru A er vísað frá úrskurðarnefnd almannatrygginga þar sem málið hefur verið tekið til meðferðar að nýju hjá Tryggingastofnun ríkisins.

 

 

F.h. úrskurðarnefndar almannatrygginga

Friðjón Örn Friðjónsson,

formaður

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta