Lífskjör óvíða betri en hér á landi
Að undanförnu hefur nokkuð borið á umræðu um verðlag á Íslandi. Verðlagið, líkt og í öðrum ríkjum, ræðst ekki síst af tekjum og tekjuskiptingu en landsframleiðsla á mann er óvíða hærri en hér á landi. Undanfarin ár hafa laun á Íslandi hækkað hratt og það ásamt styrkingu gengisins hefur drifið áfram hækkun verðlags.
Heimild: OECD
Heimild Eurostat
Verðlag lækkaði mikið á Íslandi eftir fjármálaáfallið 2008 en árið 2016 var hlutfallslegt verðlag að nýju sambærilegt því sem var hinum EFTA-ríkjunum tveimur, Sviss og Noregi. Verðlag hér á landi er líklega lægra nú en í Noregi og Sviss þótt stóra myndin hafi lítið breyst.
Heimild: EurostatHár kaupmáttur Íslendinga
Kaupmáttur Íslendinga er ekki aðeins hár heldur dreifast tekjurnar óvíða jafnar. Meðaltekjur voru hæstar á Íslandi árið 2018 en gengi krónunnar hefur veikst síðan. Gögn um jöfnuð ráðstöfunartekna (Gini-stuðull) benda til þess að ráðstöfunartekjur séu jafnari hér en nær alls staðar annars staðar. Þessu til viðbótar má halda til haga að fátækt eldri borgara er minnst hér á landi af öllum aðildarríkjum OECD enda hlutfall eftirlauna af meðalráðstöfunartekjum hátt í alþjóðlegum samanburði.
Heimild: EurostatHeimild: OECD
Hvergi hærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks
Ekki aðeins er tekjujöfnuður óvíða meiri heldur fer hvergi hærra hlutfall af verðmætasköpuninni í vasa launafólks. Árið 2018 var þetta hlutfall 64% á Íslandi og telur Seðlabankinn að það hafi hækkað á síðasta ári og muni enn vaxa næstu árin. Hlutfallið er hátt hvort sem litið er til annarra ríkja eða til sögulegrar skiptingar verðmætasköpunarinnar hérlendis.
Heimild: OECD og Hagstofa Íslands. Gögn fyrir Ísland árið 2018 eru frá Hagstofu Íslands. Önnur gögn eru fá OECD.Heimild: Hagstofa Íslands