Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Noregs

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og  Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á fjarfundi - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og  Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hittust á fjarfundi í dag. Fyrst og fremst var þar rætt um baráttuna gegn COVID-19 og sóttvarnaráðstafanir sem löndin hafa gripið til.

Smitum hefur farið fækkandi í báðum ríkjum en samkomutakmarkanir verða áfram við lýði bæði á Íslandi og í Noregi til að unnt sé að ná fullum tökum á faraldrinum. Þá ræddu þær efnahagslegar ráðstafanir sem ríkin hafa gripið til og horfur í efnhagsmálum. Að lokum ræddu þær mikilvægi norræns samstarfs, ekki síst á hamfaratímum eins og þessum, og nauðsyn þess að Norðurlöndin eigi náið samstarf um næstu skref í baráttunni gegn faraldrinum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta