Hoppa yfir valmynd
24. júní 2005 Innviðaráðuneytið

Hve hratt er ráðlegt að aka?

Umferðaröryggisaðgerð um leiðbeinandi hraðamerkingar hefst í næstu viku þegar fyrsta leiðbeinandi hraðaskiltið verður sett upp.

Fyrir tæplega ári síðan kynnti samgönguráðherra aðgerðaáætlun í umferðaröryggismálum undir yfirskriftinni „Breytum þessu“ og á síðastliðnu vorþingi var umferðaröryggisáætlun samþykkt, sem hluti af samgönguáætlun, á Alþingi.

Í næstu viku kemur til framkvæmda ein þeirra aðgerða sem samgönguráðherra hefur boðað, þegar fyrsta leiðbeinandi hraðaskiltið verður afhjúpað.

Í framhaldinu mun Vegagerðin annast uppsetningu skilta með leiðbeinandi upplýsingum um ökuhraða á tiltekna staði á stofnvegum og helstu tengivegum. Leiðbeinandi hraði er miðaður við akstursskilyrði á auðum blautum vegi eins og gert er ráð fyrir í forsendum hönnunarhraða á vegstöðlum og er því verið að upplýsa vegfarendur um öruggan hraða við þær aðstæður.

Tilgangur með leiðbeinandi hraðamerkingum á þjóðvegum er að fækka dauðaslysum og alvarlega slösuðumi í umferðinni. Við vinnslu umferðaröryggisáætlunar var val á aðgerðum til aukins umferðaröryggis byggt á áætlaðir arðsemi einstakra aðgerða. Á tímabilinu 2005-2008 verður 1.540 milljónum króna varið til eftirfarandi verkefna, en vonir standa til um ávinningur aðgerðanna verði fækkun dauðaslysa um að jafnaði 4,2 á ári og fækkun alvarlegra slasaðra um að jafnaði 14,5 á ári.

Umferðaröryggisaðgerðir: Fækkun látinna á ári Fækkun alvarlegra slasaðra á ári Fjármögnun 2005-2008
Hraðakstur og bílbeltanotkun

2,5

4,8

687

Leiðbeinandi hraðamerkingar

0,3

0,9

17

Eyðing svartbletta

0,5

2,3

312

Ölvun/fíkniefni við akstur

0,5

2,7

228

Umferðaröryggi í öryggisstjórnun fyrirtækja

0,1

0,6

15

Umferðaröryggi í námsskrá grunnskóla

0,2

1,0

62

Öryggisbeltanotkun í hópbifreiðum

0,0

0,3

16

Forvarnir erlendra ökumanna

0,2

1,2

47

Slysum og óhöppum v. lausagöngu búfjár fækkað með girðingum

0,1

0,7

156

Samtals

4,2

14,5

1.540 m.

Umferðarstofa mun halda utan um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar og hefur ráðuneytið falið stofnuninni að birta árlega skýrslu um stöðu mála og ávinning aðgerða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta