Vegna frétta um greiðslur til ráðgjafa
Vegna frétta um greiðslur fjármála- og efnahagsráðuneytis til ráðgjafa skal tekið fram að samkvæmt lögum um opinber innkaup falla kaup opinberra aðila á -„fjármálaþjónustu í tengslum við útgáfu, sölu, kaup eða aðilaskipti að verðbréfum eða öðrum sambærilegum fjármálagerningum“ ekki undir útboðsskyldu. Fréttir sem nýlega birtust um að ráðuneytið hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup með kaupum á slíkri þjónustu eiga því ekki við rök að styðjast.
Rétt er einnig að upplýsa að þeir samningar sem ráðuneytið hefur gert við ráðgjafa í tengslum við sölu eignarhluta í fjármálafyrirtækjum hafa verið innan þeirra fjárhæðarmarka sem leiða af lögum um opinber innkaup.
Samtals greiddi ráðuneytið ráðgjöf fyrir frumútboð Íslandsbanka sl. sumar (15,1 m.kr.) samkvæmt sérstökum samningi, og síðan ráðgjöf fyrir útboð til hæfra fjárfesta í mars sl. (5,0 m.kr.), auk skilgreinds útlagðs kostnaðar.