Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2021 Utanríkisráðuneytið

Ólögmætum fangelsunum á erlendum ríkisborgurum andæft

Ólögmætum fangelsunum á erlendum ríkisborgurum andæft - myndMynd: Jimmy Chan / Pexels

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í dag þátt í fjarfundi á vegum kanadískra stjórnvalda um ólögmæta fangelsisvistun á erlendum ríkisborgurum í pólitískum tilgangi.

Markmið fundarins var að vekja athygli á sameiginlegri yfirlýsingu 57 ríkja sem fordæma slíkar fangelsanir og frelsissviptingar. Í yfirlýsingunni kemur fram að ríkin ætla að styrkja alþjóðasamstarf í þessum málaflokki og binda enda á aðgerðir af þessu tagi.

Í ávarpi sem Guðlaugur Þór flutti á fundinum lagði hann áherslu á að frelsi og mannhelgi væru grundvallarmannréttindi sem kveðið er á um í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. „Alþjóðasamfélagið þarf að vinna saman til að standa vörð um mannréttindi, líkt og tjáningarfrelsi og mannhelgi. Við vonum að með þessari samstöðu getum við hvatt önnur ríki til að koma í veg fyrir og binda enda á handtökur án dóms og laga,” sagði hann í ávarpi sínu. 

Alls tóku ráðherrar 57 ríkja þátt í fundinum og má sjá sameiginlega yfirlýsingu þeirra hér. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta