Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2020

Alþjóðleg orkídeusýning í Japan

Sérstakur verndari sýningarinnar var prinsessan Takamado. Elín Flygenring sendiherra er hér með henni fyrir framan íslenska básinn. - mynd

Alþjóðlega orkídeusýningin Japan Grand Prix International Orchid and Flower Show 2020 fór fram dagana 13.-21. febrúar. Sýningin er eins sú stærsta sinnar tegundar í heimi og fagnaði 30 ára afmæli í ár. Hún er sú fyrsta í nýju ártali Reiwa tímabilsins sem hófst þegar nýr Japanskeisari var krýndur vorið 2019.

Elín Flygenring , sendiherra Íslands í Japan, var boðið, ásamt 5 öðrum sendiherrum, að kynna eigið land á einhvern hátt með orkídeum. Þemað á Íslandsbásnum voru norðurljósin en allt varðandi þau vekja mikla hrifningu í Japan.

Sérstakur verndari sýningarinnar er prinsessan Takamado en hún er ekkja Norihito Takamado. Þau voru sérstakir heiðursgestir við opnun íslenska sendiráðsins í Tókýó árið 2001. Japönsku keisarahjónin voru viðstödd opnun sýningarinnar í ár en hún fór fram í Tokyo Dome sem er um 13.000 fermetra sýningar- og hafnaboltahöll.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta