Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fordæmir árásir Ísraela á Gasa

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir árásir sem Ísraelsmenn hafa gert á Palestínumenn á Gasaströndinni og harmar það mannfall sem orðið hefur beggja vegna landamæranna vegna loftárásanna og eldflaugaárása Hamas-samtakanna.

Utanríkisráðherra óttast að verið sé að efna til mikilla og langvinnra átaka. Hann minnir á atburðina í upphafi 2008 þegar Ísraelsmenn fóru með landhernaði á hendur íbúum Gasa. Mikil hætta sé á að landhernaður muni fylgja í kjölfar árásanna nú.

Utanríkisráðherra segir ástandið undirstrika það sem Íslendingar hafi haldið fram á alþjóðavettvangi; að forsendan fyrir friði í þessum heimshluta sé að Ísraelsmenn gangi til samninga við Palestínumenn, sem þýði að þeir verði að láta af landtökum sem þeir hafi stundað linnulítið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta