Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

Frumbyggjum verði tryggð þátttaka á fundum Norðurskautsráðsins

Íslenska sendinefndin í Haparanda

Í dag lauk tveggja daga árangursríkum fundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins í Haparanda í Norður-Sviþjóð.  Á fundinum var Magnús Jóhannesson valinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu ráðsins sem stofna á í Tromsø Noregi á næsta ári. Fjallað var um verkefni og aðgerðir á vegum ráðsins m.a. úttekt á málefnum Norður-Íshafsins, samning um viðbrögð við olíumengun í hafi og  aðgerðir til að koma í veg fyrir olíumengun svo fátt eitt sé nefnt.

Fulltrúar RAIPON samtaka frumbyggja í Norður-Rússlandi gátu ekki tekið þátt í honum vegna deilna við rússnesk stjórnvöld um lagalega stöðu samtakanna. Norðurskautsríkin ásamt fulltrúum annarra frumbyggja samtaka samþykktu ályktun þar sem stjórnvöld í Rússlandi voru hvött til að leysa málin í samstarfi við RAIPON svo hægt verði að tryggja áframhaldandi þátttöku þeirra í starfi Norðurskautsráðsins. Íslensk stjórnvöld munu fylgjast náið með þessu máli í samræmi við áherslur Íslands á mannréttindi og stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta