Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2024 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Rúnar Leifsson skipaður forstöðumaður Minjastofnunar Íslands

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Rúnar Leifsson í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands.

Rúnar hefur verið settur forstjóri Minjastofnunar frá 1. maí 2023, þegar þáverandi forstjóri lét af störfum. Rúnar starfaði sem sérfræðingur á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneyti frá 2022 og sem sérfræðingur á sömu skrifstofu hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2019. Frá 2014 starfaði Rúnar hjá Minjastofnun Íslands sem minjavörður Norðurlands eystra og Austurlands, en áður starfaði hann við fornleifarannsóknir allt frá árinu 2003.

Rúnar hefur unnið að skráningu menningarminja, sinnt fornleifauppgrefti sem og öðrum rannsóknum bæði hérlendis og erlendis um árabil. Þá hefur hann í gegnum árin sinnt fjölbreyttum trúnaðar- og stjórnunarstörfum bæði innan lands og utan ásamt kennslu við Háskóla Íslands. 

Rúnar er með B.A. gráðu í fornleifafræði með bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands frá árinu 2004. Árið 2005 lauk hann meistaranámi í dýrabeinafornleifafræði frá York háskóla á Englandi og doktorsnámi í fornleifafræði árið 2018 frá Háskóla Íslands.

Rúnar er giftur Brynhildi Þórðardóttur hönnuði og kennara og saman eiga þau þrjú börn.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta