Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sótti evrópskan fund ráðherra fjármála og efnahagsmála

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ásamt fulltrúum EFTA-ríkjanna á fundinum í Brussel í dag.  - myndMynd/EFTA
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sótti í dag árlegan fund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn fór fram í Brussel.

Á fundinum var einkum rætt um sjálfbær fjármálakerfi og græna fjármögnun ríkjanna. Einnig var farið yfir stöðu efnahagsmála í EFTA-ríkjunum. Fjármála- og efnahagsráðherra ræddi stöðu og þróun efnahagsmála á Íslandi auk þess að greina frá góðum árangri Íslands í fyrstu útgáfum grænna skuldabréfa, en Landsvirkjun hefur m.a. lokið við slíka útgáfu sem tókst afar vel.

Í tengslum við fundinn var einnig haldinn sérstakur fundur fjármálaráðherra EFTA ríkjanna þar sem var m.a. rætt um framkvæmd EES-samningsins og innleiðingu evrópureglugerða í löndunum. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta