Hoppa yfir valmynd
28. mars 2006 Forsætisráðuneytið

Erindi frá Einari E. Sæmundsen

Til Stjórnarskrárnefndar

Hugtakið LÍFSGÆÐI á að innleiða í stjórnarskrá Íslands:

Ég legg til að hugtakið lífsgæði verði tekið upp í nýrri stjórnarskrá Íslands sem er í undirbúningi.

Rökin fyrir því eru þau að í mörgum nýlegum íslenskum lögum er að finna fjöldann allan af ákvæðum sem eru sett til að til þess að tryggja lífsgæði landsmanna.

Öll þessi lög setja okkur fjöldann allan af viðmiðum til að tryggja okkur fullkomnara líf. Sú hugsun sem allstaðar skín í gegn er að viðkomandi ákvæði eiga að tryggja okkur betra lífskilyrði betra umhverfi, meiri hollustu.

Nægir þar að nefna lög:

Á sviði umhverfismála:

73/1997 - Skipulags- og byggingarlög
75/2000 - Lög um brunavarnir
93/1995 - Lög um matvæli
49/1997 - Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
142/2004 - Lög um veðurþjónustu
33/2004 - Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda.
55/2003 - Lög um meðhöndlun úrgangs
127/2002 - Lög um umhverfisstofnun
53/1995 - Lög um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum
52/1989 - Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur
52/1988 - Lög um eiturefni og hættuleg efni
106/2000 - Lög um mat á umhverfisáhrifum
44/1999 - Lög um náttúruvernd
7/1998 - Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
14/1979 - Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu
54/1995 - Lög um vernd Breiðafjarðar
64/1995 - Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
21/1993 - Lög um upplýsingamiðlun og aðgang að að upplýsingum um umhverfismál
61/1992 - Lög um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi
60/1992 - Lög um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur
20/1972 - Lög um bann við losun hættulegra efna í sjó

Á sviði heilbrigðis og tryggingamála fjöldi laga:

  • Almannatryggingar og félagsleg aðstoð
  • Andlát
  • Forvarnir og smitsjúkdómar
  • Heilbrigðisþjónusta og réttindi sjúklinga
  • Lækningatæki
  • Málefni aldraðra
  • Starfsréttindi heilbrigðisstétta
  • Stofnanir á sviði heilbrigðismála
  • Vísindarannsóknir og læknisaðgerðir

Á sviði menntamála:

Menning – Menntun – Vísindi – Ýmislegt.


Fleira mætti taka til. Notkun orðsins LÍFSGÆÐI, málvenjan, hefur breiðst út og þá í þeim tilgangi að lýsa væntingum og þeim staðreyndum sem áðurnefnd tilvitnun í lög og reglur eiga færa okkur.
Þ.e. að með orðinu lífsgæði lýsir einstaklingur væntingum sínum á t.d. ákvörðun sína á vali um búsetu. Gott hverfi, góður skóli, leik-, grunn og framhaldsskóli, gróin aðstaða til útivistar,  íþróttir (hollusta) osfv. Þessir þætti allir eru í huga fólks tákn um lífsgæði. Ógn sem að þessu samsetta og flókna umhverfi einstaklingsins er á árs á lífsgæði þess. Jafnt ógn við einstaka þætt sem og árás á heildar hagsmunina.

Lífsgæði eru lögvarin með ótal ákvæðum óskyldra laga sem öll eru sett með það að leiðarljósi að bæta lífsskilyrði manna.

Brot á þeim leikreglum sem settar eru með lögum og varðar þar með lífsgæði manna s.s. mengun hverskonar, eyðilegging náttúru– og / eða menningarminja svo og íhlutunarrétturinn til þess að hafa áhrif á og móta umhverfið, heilbrigðisþjónusta, skólamál, telst því vera árás á lífsgæði nútímamannsins.

Ég tel því að hugtakið lífsgæði og skilgreining þess eigi heima sem réttur sem sé varin í Stjórnarskránni við hlið á ákvæðis eins og eignarréttar sem er lögvarinn í stjórnarskránni.

Ég læt fylgja með hugleiðingar sem ég fór í gegnum eftir málþing Skipulagsstofnunnar sem fjallaði um samráð við íbúa vegna skipulagsgerðar. Samráð til að tryggja rétt manna og standa vörð um ætluð lífsgæði, en íbúasamráð er tryggt í skipulags-og byggingarlögum og gefur.

Þetta erindi hefur nærri dagað uppi hjá mér. Ég hef verið að skoða það í næstum heilt ár áður en ég legg í að senda virðulegri nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
 
Kópavogi  26. mars 2006.

Virðingarfyllst

Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt FÍLA
Birkigrund 11

200 Kópavogi

 

 

Fylgiskjal 1

Sæl verið þið!  Þakka ágætt málþing í dag.
Ég hafði hugsað mér að koma inn á ákveðna hluti í umræðu á málþinginu en sat á mér þegar ég áttaði mig á því að það voru mætt á þingið nokkur hópur “fórnarlamba skipulagsmála”.
Mér fannst það þá erfiðara að koma fram og blandast í það sem þessu fólki lá á hjarta.

Ég ætlaði að lýsa jákvæðri reynslu minni sem ég kynntist við að starfa í hópnum “betri Lundur”. Sérstaklega þá með augum skipulagsmannsins sem hefur í yfir 30 ár unnið í málaflokknum.  Þessi reynsla mín og kynni af öllu því öfluga fólk var lexía sem ég hefði viljað deila með öðrum og geri það hér með í stuttu bréfi.

1. atriði. (mjög stutt).

Í dag var orðið samráð nefnt (1117 sinnum) af öllum þeim sem töluðu ennfremur bar orðið  lýðræði oft á góma.
Nýyrðið sem ég lærði í starfi með “betri Lund” og allir fyrirlesarar í dag voru að fara í kringum um án þess að nefna það á nafn er orðið - LÍFSGÆÐI.  (Geirharður tæpti aðeins á gæðum og fyrirmyndum.)

Viðfangsefi skipulagslaga og um leið Skipulagsstofnunar er að standa vörð um lífsgæði fólksins í landinu. Til þess er samráð og kynning að gæta þess að ekki sé gengið á lífsgæði skilgreindra umsagnaraðila. Gæðunum er að hluta lýst í lögunum en mætti sjálfsagt vera skýrara,  ég tala nú ekki um í byggingarlagahlutanum þar sem gengið er mjög langt í gæðalýsingu, þar vantar bara að segja til um nagla og skrúfur svo allir séu hamingjusamir. 

Aðalhlutverk UST er líka að standa vörð um lífsgæði okkar þar sem hávaði í “desibellum” ákveðinn eða kóligerla magn í vatni er skráð og mælt og má ekki fara yfir ákveðin mörk til að skaða okkur ekki.

Svo er um marga fleiri aðila sem beint og óbeint koma að þessu skipulagsverkefni. Að standa vörðu um menningarminjar og náttúruna tel ég líka vera hluta af lífsgæðum borgaranna.

Fólk vill eiga tryggingu fyrir því að lífi þeirra verði ekki umturnað eða eyðilagt fyrir vangá eina eða aðra.    LÍFSGÆÐI er mjög teygjanlegt hugtak en -  það nær til þess að tjá bæði huglæg gildi og hlutlæg gildi.

 

Niðurstaða mín varðandi atriði 1 er:

1.   að skipulagslög verða að viðurkenna  það skýrar í sínum markmiðum að lögunum sé ætlað að standa vörð um lífsgæði í víðum skilningi.
Það ætti að setja ákvæði um það í stjórnarskránna svo að lífsgæði fengi svipað vægi og eignarrétturinn þar. Það þarf líka að fara fram vinna við að skilgreina hugtakið.

 

2.atriði

Fólkið sem var með mér í stýrihópi aðgerða vegna Lundar ræddi mjög mikið þá árás á lífsgæði sem fyrsta (2003)  deiliskipulagið í Lundi var.

Hópurinn “betri Lundur”  samanstóð af, eins og einn ræðumaður talaði um í dag,  vel menntuðu fólki, milli 35-45 ára,  í góðu starfi, með nokkur börn á skólaaldri.  Mörg þeirra voru ný í hverfið. Þau sem vor nýflutt, höfðu tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að setjast að í þessu hverfi.  Þegar leitin af húsnæði stóð yfir þá höfðu flest leitað upplýsinga hjá skipulagsyfirvöldum í Kópavogi til þess að kanna hvað stæði til að gera í Lundi sem var eins og dálitið óskrifað blað í umhverfinu. Þau höfðu fengið skýr svör um að í Lundi myndi rísa lágreist byggð svipuð þeirri  sem fyrir er á svæðinu, sem var í samræmi við það sem stendur í gildandi Aðalskipulagi fyrir Kópavog.

Það var því hluti af áfalli þeirra að upplifa það að “stjórnvald skipulagsmála” í héraði gæti breytt  skipulagi nánast með því að smella fingri og setja þar með þessar mikilvægu ákvarðanir þeirra um fasteignakaup í uppnám.

Fleira kom til, þessi fyrsta tillaga var svo yfirgengileg – 8 stk. 15-16 hæða turnaveggur á Lundi sem tók sólarlag og bláan himinn bókstaflega frá fólkinu.  Skólamálum er stefnt í tvísýnu og að ekki sé talað um umferðamál á Nýbýlavegi. 

 

Niðurstaða mín varðandi atriði 2 er:

2.   að gera verður skýrari greinarmun á samráði / kynningu þegar verið er að ráðast í breytingar á skipulagi / landnotkun þar sem byggð er fyrir. Sérstaklega íbúðabyggð.

Það er nauðsynlegt að tryggja amk. tvær umferðir samráðs til þess að “himnasendingar” eins og Lundarskipulagið gerist aldrei aftur. 

Í því tilfelli var kynning / samráð  ekki leyfð fyrr en “stjórnvald skipulagsmála” hafði búið út pakka til formlegrar kynningar og auglýst hann, br. á svæðis-, aðal og deiliskipulagi. 
Stjórnvaldið (skipulagsstjórinn)  var m.a. svo áfram um þetta skipulag að hann lét plata sig í viðtal í fasteignablaði meðan auglýsingafrestur stóð yfir þar sem hann lofaði ágæti skipulagsins og söluhæfni væntanlegra íbúða.   Það gerði hann í okkar (þolenda) augum vanhæfan til að fjalla um athugasemdir og mótmæli okkar.

3.   Þegar verið er að brjóta ósnortið land háttar öðruvísi til og kannski ekki ástæða til þess að flækja þann feril því að umsagnaraðilar eru kannski ekki aðrir en lóan og spóinn.

 

Atriði 3

Það kom fram á fundinum að það vantaði kynningarefni fyrir “fórnarlömb skipulagsmála” ég held að við í þessum óformlega hóp “betri Lundur” geti hjálpað til að gera grein fyrir jákvæðri og uppbyggilegri andspyrnu ef það má kalla það svo.
Þau á Seltjarnanesi leituðu til okkar svo og íbúar á Kársnesi vegna skipulagshugmynda á Bryggjuhverfi og á Kópavogstúninu þar sem mikil óánægja er. Ennfremur hafa seinna leitað til okkar íbúar á Selfossi vegna háhýsabygginga á  Reyðarfirði og á Akureyri af sömu ástæðum.
Lykillin af farsælu starfi slíkra hópa er góð málefnavinna gott skipulag aðgerða og stíf stjórn á vinnubrögðum.

Eins og lesa má þá átti málþingið erindi við mig og setti í gang hugleiðingar sem mig langaði að deila með ykkur. 
Mörg erindin voru alveg frábær og nefni ég erindi prófessorana sem voru frábær verst að Árni Óla komst ekki því að hann er líka góður.

Kveðja

Áður en ég ritskoða hugleiðingar mínar en frekar þá læt ég þær gossa á ykkur.

EESæm.
 
Einar E.Sæmundsen landslagsarkitekt FÍLA
Landmótun ehf
Hamraborg 12
200 Kópavogur
 
Sími  554 5300 Fax 554 5360
www.landmotun.is  netfang [email protected] 


 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta