Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2024

Sumarólympíuleikar í París

Sendiherra bauð forsætisráðherra, fulltrúum úr stjórn ÍSÍ, borgarstjóra, fyrrum borgarstjóra og fleiri góðum gestum til hádegisverðar í embættisbústaðnum í aðdraganda setningar Ólympíuleikanna. - mynd
Sumarólympíuleikar í París stóðu frá 26.júlí til 11.ágúst og var slitið síðastliðið sunnudagskvöld með glæsilegri athöfn á Stade de France-leikvanginum.
Parísarborg hefur verið undirlögð af íþróttaviðburðum síðastliðnar vikur en keppt var í 32 greinum um alla borg og víðar. Sendiráðið hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum í tengslum við skipulag og undirbúning Ólympíuleikanna og átt í góðu samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og frönsk stjórnvöld.
Hefð er fyrir því að gestgjafi leikanna hverju sinni bjóði þjóðarleiðtogum á setningarathöfn Ólympíuleikanna og lagði forsætisráðherra leið sína til Parísar af þessu tilefni auk þess sem hann fylgdist með keppni fulltrúa Íslands í sundi. Mennta- og barnamálaráðherra sótti jafnframt leikana og fylgdist meðal annars með skotfimikeppni Hákons Þórs Svavarssonar á Ólympíuleikunum.
Saga Frakklands og Ólympíuleika nær langt aftur en það var Frakkinn Pierre de Coubertin sem endurvakti Ólympíuleikana og stofnaði Alþjóðaólympíunefndina á Sorbonne-ráðstefnu árið 1894. Síðan hefur Frakkland haldið sex Ólympíuleika og þar af þrenna Sumarólympíuleika, á árunum 1900, 1924 og nú í ár.
Fimm fulltrúar tóku þátt fyrir Ísland að þessu sinni og óskar sendiráðið þeim til hamingju með frábæran árangur.
Næst á döfinni er Ólympíumót fatlaðra sem hefst þann 28.ágúst og stendur til 8.september. Þar á Ísland einnig fimm fulltrúa.
  • Sjálfboðaliðarnir fyrir Ísland, þær Íris og Rachel. - mynd
  • Frakkar hafa lagt mikla áherslu á að Parísarborg fái að njóta sín yfir leikana og hafa ýmis þekkt kennileiti verið sett í íþróttabúning. Hér eru nokkur sýnishorn. - mynd
  • Starfsfólk sendiráðsins og ÍSÍ komu saman til að horfa á setningarathöfn Ólympíuleikanna í embættisbústaðnum. - mynd
  • Forsætisráðherra, sendiherra, forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ hvetja okkar fólk áfram. - mynd
  • Forsætisráðherra, sendiherra, forseti og framkvæmdastjóri ÍSÍ hvetja okkar fólk áfram. - mynd
  • Sendiherra heilsaði upp á sundstjörnuna og óskaði henni góðs gengis. - mynd
  • Forsætisráðherra og sundkappinn Anton McKee. - mynd
  • Sumarólympíuleikar í París - mynd úr myndasafni númer 8
  • Heilsað upp á Guðlaugu Eddu, þríþrautarkonu, nokkrum dögum eftir keppnisdag. - mynd
  • Hákon Þór Svavarsson, fulltrúi Íslands í skotfimi, ásamt þjálfara sínum Nikolaos Mavrommatis. - mynd
  • Erna Sóley, kúluvarpari, eftir mjög góða frammistöðu á Stade de France. - mynd
  • Lokaathöfn Ólympíuleikanna á Stade de France. - mynd
  • Áfram Ísland! - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta