Hoppa yfir valmynd
5. maí 2009 Dómsmálaráðuneytið

Mikil aðsókn í íslenskupróf fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt

Alls hafa 118 útlendingar skráð sig í íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt sem haldin verða af Námsmatsstofnun frá 8.-12. júní næstkomandi.

Alls hafa 118 útlendingar skráð sig í íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt sem haldin verða af Námsmatsstofnun frá 8.-12. júní næstkomandi. Enn er opið fyrir skráningu en henni lýkur 14. maí nk. Þeir sem skrá sig eftir þann tíma geta tekið próf næst þegar þau verða haldin, væntanlega í nóvember/desember á þessu ári.

Prófin miðast við lokamarkmið í grunnnámi í íslensku fyrir útlendinga (240 stundir), samkvæmt námskrá menntamálaráðuneytisins. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt og skal reynt á tal, hlustunarskilning, ritun og lesskilning. Ekki verður gefin einkunn, heldur aðeins tilkynnt hvort próftaki hafi staðist lágmarkskröfur.

Skráning fer fram með rafrænum hætti á vef Námsmatsstofnunar, www.namsmat.is, og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um prófin, s.s. sýnishorn af verkefnum og prófkröfur. Einnig eru veittar upplýsingar í síma stofnunarinnar 550 2400. Prófin verða haldin í Menntaskólanum í Kópavogi, Digranesvegi 51. Þátttökugjald er 7000 krónur og þarf það að greiðast tveimur vikum fyrir prófdag.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta