Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Umsóknir borgarasamtaka vegna fræðslu- og kynningarverkefna

Utanríkisráðuneytið vekur athygli á því að umsóknarfrestur fyrir styrkumsóknir frá íslenskum borgarasamtökum vegna fræðslu- og kynningarverkefna um þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð er til miðnættis fimmtudagsins 15. mars 2018.

Farið verður eftir verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015 við úthlutun styrkja. Í reglunum er að finna vinnulag og önnur viðmið sem notuð eru við mat á umsóknum auk skilyrða sem borgarasamtök verða að uppfylla til að geta talist styrkhæf. 

Fræðsluverkefni snúa að samtökunum sjálfum og henta sérstaklega samtökum sem hyggjast efla getu sínu til að starfa að málaflokknum og kunna að koma til með að sækja um verkefnastyrki til utanríkisráðuneytisins eða annarra aðila. Þeim er ætlað að efla starf borgarasamtaka, styrkja uppbyggingu þeirra til frambúðar, auka stofnanafærni og efla faglega þekkingu þeirra.

Kynningarverkefni eru ætluð til að auka þekkingu almennings á þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, sem og til kynningar á starfi samtakanna við málaflokkinn. Ekki er gerð krafa um að umsækjendur um styrki til kynningarverkefna hafi sjálfir reynslu af framkvæmd verkefna á sviði þróunarsamvinnu eða mannúðaraðstoð

Kynningarstyrkir eru ekki ætlaðir til kynningar á einstökum verkefnum sem þegar hafa hlotið styrki frá utanríkisráðuneytinu, sbr. verklagsreglur ráðuneytisins þar um.

Við mat á umsóknum er litið til ofangreindra þátta og stefnumiða ráðuneytisins í samstarfi við íslensk borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð 2015-2019, auk þess sem horft er til þess að verkefnin séu óhlutdræg, byggist á virðingu og hafi kynja- og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar um samstarf utanríkisráðuneytisins við borgarasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð má finna á vef alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Einungis verður tekið við umsóknum sem skilað er inn á þar til gerðum eyðublöðum og sendar eru á netfangið [email protected] fyrir kl. 23:59 þann 15. mars 2018. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta