Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra skipar tvo nýja dómara

Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar að telja, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann. Skipan þeirra tekur gildi þann 1. febrúar næstkomandi.

Þann 18. október síðastliðinn voru auglýst laus til umsóknar tvö embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Umsóknarfrestur rann út 7. nóvember og sóttu átta um embættin. Innanríkisráðuneytið fór þess á leit við dómnefnd skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 að hún léti í té umsögn sína um hæfni umsækjenda um þessi tvö embætti.

Umsögn nefndarinnar barst þann 21. janúar síðastliðinn Nefndin mat þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur og Ragnheiði Snorradóttur, hæfastar til að gegna embættunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta