Starfsfólki kynntar fyrirætlanir um fækkun ráðuneyta
Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun á fundi með starfsfólki heilbrigðisráðuneytisins fyrirætlanir um fækkun ráðuneyta úr 12 í 9. Hugmyndir eru uppi um að stofna nýtt velferðarráðuneyti sem annast mun verkefni heilbrigðis- og félags- og tryggingamálaráðuneyta.
Líflegar umræður urðu á fundinum, sem var fjölmennur. Skýrt kom fram hjá starfsfólki að nauðsynlegt væri að undirbúa hugsanlega sameiningu vel. Jafnframt kom fram að mikilvægt væri að starfsmenn ættu beina aðkomu að breytingunum.