Hoppa yfir valmynd
12. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Starfsfólki kynntar fyrirætlanir um fækkun ráðuneyta

Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun á fundi með starfsfólki heilbrigðisráðuneytisins fyrirætlanir um fækkun ráðuneyta úr 12 í 9. Hugmyndir eru uppi um að stofna nýtt velferðarráðuneyti sem annast mun verkefni heilbrigðis- og félags- og tryggingamálaráðuneyta.

Líflegar umræður urðu á fundinum, sem var fjölmennur. Skýrt kom fram hjá starfsfólki að nauðsynlegt væri að undirbúa hugsanlega sameiningu vel. Jafnframt kom fram að mikilvægt væri að starfsmenn ættu beina aðkomu að breytingunum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta