Hoppa yfir valmynd
20. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Góður fundur með Breiðum brosum

Fulltrúar Breiðra brosa, þau Ásta Sóley Sturludóttir, Dýrleif Guðjónsdóttir, Árni Stefánsson og Ólafur Jónsson ásamt heilbrigðisráðherra og skrifstofustjóra lagaskrifstofu.
Fulltrúar Breiðra brosa, þau Ásta Sóley Sturludóttir, Dýrleif Guðjónsdóttir, Árni Stefánsson og Ólafur Jónsson ásamt  heilbrigðisráðherra og skrifstofustjóra lagaskrifstofu.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra átti í gær góðan fund með Breiðum brosum, samtökum aðstandenda barna með skarð í vör og góm.

Á fundinum var farið yfir stöðu mála gagnvart þessum hópi. Fulltrúar Breiðra brosa lýstu ánægju með reglugerð nr. 190/2010 um þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði, m.a.vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla. Heilbrigðisráðherra undirritaði reglugerðina í marsbyrjun og tók hún þegar gildi. Reglugerðin felur í sér að endurgreiðsla sjúkratrygginga nemur 95% af reikningi tannlæknis vegna nauðsynlegs kostnaðar.

Fulltrúar Breiðra brosa lýstu á fundinum þeim væntingum að með reglugerðinni væru mál sem vörðuðu þátttöku vegna tannlæknakostnaðar barna með skarð í vör og góm leyst með farsælum hætti.

Á fundi ráðherra og Breiðra brosa var jafnframt rætt um talþjálfun barna með skarð í vör og góm.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta