Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum

Ljósmynd: UNICEF/Karin Schermbrucker - mynd

Í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. UN Women fagnar deginum og segir markmið hans að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. „Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi.

Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum:

  • 33% alls vísindafólks í heiminum eru konur
  • Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum
  • 22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur
  • 28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur

„Þessi ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni Kynslóð jafnréttis í fyrra samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
4. Menntun fyrir öll
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta