Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra á ráðherrafundi SÞ um sjálfbæra þróun

Frá hliðarviðburði Íslands þar sem rætt var um sjávarútvegsmál.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þessa vikuna þátt í ráðherrafundum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á vegum Efnahags og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) í New York.

Ísland leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þróunarsamvinnu á vettvangi SÞ. Á fundinum eiga ráðherrar kost á að ræða þá vinnu sem fer af stað í haust um gerð nýrra þróunarmarkmiða SÞ.

Á hliðarviðburði, sem Ísland skipulagði í tengslum við fundinn, fór utanríkisráðherra yfir áherslumál Íslands í tengslum við sjávarútvegsmál; verndun umhverfis sjávar, ábyrgar fiskveiðar, eflingu efnahagslegs ábata af ábyrgum fiskveiðum og uppbyggingu innviða til verndunar auðlindarinnar og betri stjórnunar þar með talið jafnrétti og valdeflingu kvenna. 

Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla háskóla SÞ var aðalræðumaður viðburðarins. Fór hann yfir hvernig  best sé að haga nýtingu auðlinda hafsins og hvernig bætt meðhöndlun á fiski auki fæðuöryggi og dragi úr fátækt.

Gunnar Bragi verður með innlegg í ráðherraumræður fundarins, sem hefjast í kvöld.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta