Föstudagspósturinn 30. september 2022
Heil og sæl.
Við heilsum ykkur héðan af Rauðarárstígnum á föstudegi eftir annasama daga þar sem starfsfólk ráðuneytisins flutti á milli húsa og hæða hér í Reykjavík og fékk auk þess fréttir af framtíðarhúsnæði og færum ykkur það helsta sem var á dagskrá í vikunni.
Ein af helstu fréttum vikunnar voru skemmdarverk sem unnin voru á gasleiðslum í Eystrasalti í vikunni. Spellvirkin voru meginefni fjarfundar varnarmálaráðherra Norðurlandanna sem fram fór í dag á vettvangi norræna varnarsamstarfsins (NORDEFCO). Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tók þátt í fundinum. Í vikunni ræddi hún málið við RÚV.
„Þetta er vissulega grafalvarlegt mál. Við fylgjumst grannt með. Við erum í samskiptum bæði við utanríkisráðuneyti Norðurlanda,“ sagði ráðherra en hún tjáði sig einnig um málið á Twitter.
Iceland stands united with Allies expressing deep concern following the damage done to the Nordstream pipelines. Any deliberate attack against @NATO allies' critical infrastructure would be met with a determined and united response. https://t.co/knJE4n7d53
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 29, 2022
Á þeim vettangi sagðist hún einnig fordæma ólögmætar „kosningar“ íbúa á fjórum herteknum svæðum í Úkraínu sem rússneskir ráðamenn stóðu að en Vladimir Pútín Rússlandsforseti undirritaði í dag formlega tilskipun um innlimum héraðanna Donetsk, Lúhansk, Kerson og Saporisjía.
Russia's claimed annexation of Ukrainian oblasts will never be accepted. 🇮🇸 continues to #StandbyUkraine 🇺🇦
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 30, 2022
Strongly condemn the illegitimate sham "referenda" that were staged in military occupied territories of Ukraine under constant threat of violence. There are no "results" from this shameful distortion of the concept of democracy.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) September 29, 2022
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins afhjúpaði á miðvikudag minnisvarða um samskipti Íslands og Eistlands í eistneska utanríkisráðuneytinu. Minnisvarðinn var settur upp í tilefni af því að þrír áratugir eru liðnir frá því að Ísland varð fyrst allra ríkja til að viðurkenna endurreisn sjálfstæðis Eistlands.
Hvað sendiskrifstofur okkar varðar hefjum við leik í New York, nánar tiltekið á aðalræðisskrifstofu Íslands þar í borg. Nýju hlaðvarpi aðalræðisskrifstofunnar í samvinnu við Amerísk-íslenska viðskiptaráðið, var hleypt af stokkunum í gær og ber það heitið Icelandic voices/American accent. Þar ræða Íslendingar sem hafa gert það gott vestanhafs við Helga Steinar Gunnlaugsson, um ævi sína og störf á léttum nótum. Hér er á ferðinni stórskemmtilegt framtak aðalræðisskrifstofunnar og við hvetjum ykkur öll til að hlusta.
Harald Aspelund sendiherra í Finnlandi afhenti í vikunni Egils Levits forseta Lettlands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í Riga. Á fundi eftir afhendinguna voru traust samskipti þjóðanna rædd og þakkaði forsetinn Íslandi fyrir að viðurkenna sjálfstæðið fyrst allra. Hann sagði að þakklætið væri ennþá ofarlega í huga almennings, þremur áratugum síðar. Nánar hér.
Í Brussel sótti Kristján Andri Stefánsson sendiherra ráðstefnu um heimskautasvæðin, 2022 Polar Symposium sem haldin var af Egmont Institute
Í Kaupmannahöfn tók sendiráðið á móti Rótarýklúbbi Amager síðasta þriðjudag. Helga Hauksdóttir, sendiherra og Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, starfsnemi kynntu fyrir þeim starfsemi, sögu og þjónustu sendiráðsins.
Í Nýju Delí bárust skemmtilegar fréttir af sendiráðsstarfsmanninum Priyanka Gupta. Hún krafðist þess að börn þar í landi gætu borið nafn móður sinnar í vegabréfi og á öðrum opinberum pappríum. Barátta hennar skilaði góðum árangri eins og lesa má nánar um hér í stuttum mola frá sendiráðinu sem vísar á ítarlegri blaðagrein.
Starfsfólk aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk heimsóttu Gujo Thorsteinsson og Kofoeds-skólann í vikunni og fékk að kynnast því magnaða starfi sem unnið er með heimilislausum og félagslega einangruðum í Nuuk.
Í Osló fékk sendiráðið heimsókn frá allsherjar- og menntanefnd Alþingis.
Á dögunum fór fram hin árlega Íslandshátíð (fr. la Fête des Islandais) í Gravelines í norðurhluta Frakklands. Unnur Orradóttir sendiherra í París sótti hátíðina í ár ásamt fulltrúum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Tengsl þessa svæðis í Frakklandi við Fáskrúðsfjörð eiga sér langar rætur en fjörðurinn var einn helsti viðkomustaðir franskra sjónmanna á Íslandsmiðum á árum áður.
Í Svþjóð bauð sendiráðið í Stokkhólmi til móttöku í íslenska básnum á bókamessunni í Gautaborg sem fram fór 22.-25. september.
Sextándi fundur samstarfsnefndar um Hoyvíkursamninginn fór fram í Þórshöfn 29. september. Á dagskrá fundarins voru ýmis mál, einkum hvað varðar almenn milliríkjaviðskipti með landbúnaðarvörur, en ekki hafa verið neinir hnökrar á innleiðingu samningsins á síðustu árum.
Í Þýskalandi tóku sendiherra og kjörræðismaður Íslands í Frankfurt þátt í sameiginlegum fundum fulltrúa NB8-ríkjanna með ráðuneytisstjóra fyrir Evrópumál hjá sambandslandinu Hessen og borgarstjóra Frankfurt. Þá tóku þeir þátt í ráðstefnu NB8 Forum um orkuöryggi og hlýnun jarðar sem skipulögð var af kjörræðismönnum NB8-ríkjanna í Frankfurt.
Þá fundaði María Erla Marelsdóttir sendiherra með yfirborgarstjóra Oldenburg. Á fundinum voru samskipti Íslands og sambandslandsins Neðra-Saxlands (þ. Niedersachsen) til umræðu ásamt menningarhátíð tileinkaðri Íslandi sem haldin er í Oldenburg. Setning hennar fór fram í gær og ávarpaði sendiherra meðal annars gesti.
Sendiráð okkar í Washington gerði svo ráðstefnunni Our Climate Future – U.S. – Iceland Clean Energy Summit góð skil á Facebook-síðu sinni en hún fór fram í síðustu viku.
Nefndarstörf í Sameinuðu þjóðunum eru nú komin á fullan skrið eftir líflega ráðherraviku allsherjarþingsins.
Let the #UNGA77 Committee work begin👏👏 After a lively High-level Week, 🇺🇳 6️⃣ main committees commence their important work. Looking forward to various negotiations and facilitations, and best of luck to the respective Chairs and bureaux. pic.twitter.com/UIsE4gASqT
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) September 27, 2022
Frá Montreal í Kanada bárust þau tíðindi að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefði hitt samgönguráðherra Bandaríkjanna, Pete Buttigieg, ásamt Hlyni Guðjónssyni sendiherra Íslands í Ottawa í tengslum við þing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í Montreal.
Ambassador Gudjonsson met with US Secretary of Transportation, Pete Buttigieg, with Minister of Infrastructure in Iceland, Sigurdur Ingi Johannson, at the @icao Assembly in Montreal https://t.co/h89Le44idq
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) September 30, 2022
Þar í landi er menningarhátíðin Nordic Bridges auðvitað í fullum gangi.
Great meeting you @meral_jamal and interesting to hear about you journalist work with @nordicbridges https://t.co/KxjTpHuCAE
— Iceland in Canada 🇮🇸 (@IcelandinCanada) September 30, 2022
Ragnhildur Arnljótsdóttir sendiherra stýrði á dögunum fundi um framfylgd dóma og ákvarðana Mannréttindadómstóls Evrópu á vettvangi Evrópuráðsins.
🇮🇸 Ambassador @ARagnhildur chaired @coe meeting to supervise the implementation of judgments & decisions from the European Court of Human Rights.
— Iceland at CoE 🇮🇸 (@IcelandCoE) September 23, 2022
Decisions concerning 🇦🇱🇦🇲🇦🇿🇧🇪🇧🇬🇭🇷🇨🇿🇭🇺🇮🇪🇮🇹🇱🇹🇲🇹🇲🇩🇳🇴🇵🇱🇷🇴🇷🇺🇨🇭🇹🇷🇬🇧 adopted 👉https://t.co/V1kIY7JDtO
🙏to all delegations for good🤝 pic.twitter.com/gqKBXOe6u4
Í Kína var haldið upp á vestnorræna daginn. Fulltrúar sendiráðs Íslands, Heimastjórnar Grænlands og Landsstjórnar Færeyja buðu til móttöku í sendiráði Íslands.
Við minnum svo að endingu á fréttaveitu okkar Heimsljós.
Bestu kveðjur frá upplýsingadeild.