Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Opnaði fyrstu sýninguna eftir skriðurnar á Seyðisfirði

Menningar- og viðskiptaráðherra opnaði í gær sýninguna „Búðareyrin – Saga umbreytinga“ í Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði.

Sýningin fjallar um hina fjölbreyttu og margbreytilegu sögu mannlífs og atvinnustarfsemi á svæðinu.

Umbreytingar einkenna þessa sögu sem er sögð út frá nokkrum mismunandi þemum; höfninni, upphafi byggðarinnar, verslun og viðskiptum, Vélsmiðjunni, samskiptum og ritsímanum, hernámsárunum og að lokum náttúrufari og skriðuföllum.

„Sýningin markar kaflaskil í starfsemi safnsins, en um er að ræða fyrstu sýningu safnsins eftir skriðurnar sem féllu í firðinum og ullu safninu miklu tjóni. Það hefur verið unnið þrekvirki í því að vinna úr því áfalli og í dag framtíð Tækniminjasafnsins er björt, markmiðin skýr og metnaðurinn mikill,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.

Sýningin Búðareyrin – Saga umbreytinga er til húsa í Vélsmiðjunni, eina húsnæði safnsins sem eftir stendur á Búðareyrinni og hefur gengið í gegnum miklar umbætur svo hægt sé að nýta það undir sýningar að nýju. Á sýningunni eru engir eiginlegir safngripir til sýnis þar sem Vélsmiðjan stendur á óverjandi hættusvæði. Í stað þess er notast við nýstárlegar miðlunarleiðir og leikmuni.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta