Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur fjármálastöðugleikaráðs 19. janúar 2015

Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2015 var haldinn mánudaginn 19. janúar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika.  Ráðið er vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og stefnumótunar vegna fjármálastöðugleika og samhæfir viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu.

Að mati fjármálastöðugleikaráðs hefur áhætta í fjármálakerfinu minnkað frá síðasta fundi, einkum vegna lengingar á skuldabréfum milli Landsbankans og LBI. Aðrir áhættuþættir eru að mestu óbreyttir frá síðasta fundi.

Eftirfarandi mál voru á dagskrá:

  • Fjármálastöðugleikráð: hlutverk þess og markmið
  • Greinargerð kerfisáhættunefndar
  • Aðferðafræði við mat á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum
  • Varúðarreglur eftir fjármagnshöft
  • Drög að skýrslu nefndar um skuggabankastarfsemi
  •  Önnur mál

Í fjármálastöðugleikaráði sitja fjármála- og efnahagsráðherra, sem er formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta