Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2021 Matvælaráðuneytið

Kristján Þór boðar til fundar um landbúnaðarkerfi Bretlands eftir Brexit

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til fundar um breytingar á landbúnaðarkerfi Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu. Á fundinum mun Torfi Jóhannesson, doktor í búvísindum og starfsmaður Norrænu ráðherranefndarinnar, fara yfir þær breytingar sem boðaðar hafa verið og í kjölfarið fara fram umræður. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 2021 klukkan 09:30

 

 

Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þurftu þeir að móta sér nýja stefnu um hvernig ætti að styðja innlendan landbúnað þar sem sameiginleg landbúnaðarstefna ESB féll úr gildi um leið. Bretar hafa valið að fara nýjar leiðir á margan hátt og á fundinum gefst kostur á að fá innsýn í þær.

 

Fundurinn mun fara fram á Teams og er áhugasömum bent á að skrá sig á fundinn hér:

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta