Hoppa yfir valmynd
14. mars 2011 Utanríkisráðuneytið

Ferðaviðvörun vegna Japan

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Íslendingum í Japan er jafnframt ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið.

Þeir sem engu að síður hyggja á ferðalög til Japan eru beðnir um að láta ráðuneytið vita um ferðaáætlanir sínar. Ráðuneytið ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. norrænu ríkjanna. Ráðuneytið hvetur Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fréttum og fyrirmælum þarlendra stjórnvalda. Varðandi ástand mála við kjarnorkuverið í Fukushima er jafnframt bent á upplýsingar frá Geislavörnum ríkisins http://www.gr.is/.

Ráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókýó fylgjast áfram grannt með þróun mála og hafa samstarf við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins í Japan.

Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta