Hoppa yfir valmynd
17. maí 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vel sótt ráðstefna Loftslagsráðs um aðlögun að loftslagsbreytingum

Ráðstefna Loftslagsráðs um aðlögun að loftslagsbreytingum var vel sótt.  - mynd

Bekkurinn var þétt setinn á ráðstefnu Loftslagsráðs í gær um aðlögun að loftslagsbreytingum, en yfirskrift ráðstefnunnar var „Erum við viðbúin?“ Ráðstefnunni var streymt beint og eru erindin nú aðgengileg hér á vef Stjórnarráðsins.

Markmið ráðstefnunnar var að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær. Meðal annars var farið yfir hvaða breytingar á náttúru og veðurfari munu hafa mestar afleiðingar hér á landi og nauðsyn þess að gera áætlun um aðgerðir til að aðlagast væntanlegum breytingum. Rætt var um hvernig gera þurfi ráð fyrir loftslagsbreytingum í skipulagi og hvernig sveitarstjórnir hafa brugðist við. Þá var fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á vegi og brýr, nýtingu virkjana, fráveitur og tryggingamál.

Sköpuðust líflegar umræður um erindi fyrirlesara og umfjöllunarefni ráðstefnunnar. Yfir 2000 manns fylgdust með streymi frá ráðstefnunni á einhverjum tímapunkti. 

Eftir hádegi var efnt til vinnustofu fagaðila þar sem farið var dýpra í brýnustu verkefni og hindranir við gerð aðgerðaáætlunar vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum.

Upptökur frá ráðstefnunni má nálgast hér að neðan.

Erum við viðbúin? - Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum - Dagskrá og upptökur

Ávarp Guðmundar Ingi Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra

 

Afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi – Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar.  Glærur

 

Lessons from national approaches to climate change adaptation – Nicolina Lamhauge, OECD  Glærur

 

Næsta skref: Aðlögunaráætlun – Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands  Glærur

 

Aðlögun vegna loftslagsbreytinga í skipulagi byggðar – Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Glærur

 

Aðlögun sveitarfélaga að loftslagsmálum – Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar + umræður   Glærur 

 

Áhrif loftslagsbreytinga á vegi og brýr- Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar, Vegagerðin  Glærur

 

Áhrif loftslagsbreytinga á rennsli og nýtingu virkjana Landsvirkjunar – Andri Gunnarsson, verkefnastjóri vatnafars, Landsvirkjun  Glærur

 

Áskoranir fráveitu vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum – Fjóla Jóhannesdóttir, fagstjóri fráveitu, Veitum  Glærur

 

Vátryggingar og loftslagsbreytingar – Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í tjóna og áhættumati, Náttúruhamfaratrygging Íslands + umræður  Glærur


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta