Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2020

Hannes fékk áheyrn Svíakonungs

Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, og Karl Gústaf Svíakonungur - myndLjósmynd/Kungliga hovstaterna, foto Sanna Argus Tirén.

Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, fékk áheyrn hjá Karli Gústaf Svíakonungi í konungshöllinni í Stokkhólmi í gær í tengslum við afhendingu trúnaðarbréfs síns sem fór fram í september sl.

Á fundi þeirra var rætt um vinsamleg samskipti ríkjanna, náttúruvernd, meðal annars með tilliti til villtra laxastofna, málefni norðurslóða og hlutverk Háskólans á Akureyri á sviði þess mikilvæga málaflokks.

Þá sagði konungur að sérstaklega ánægjulegt hefði verið að taka á móti íslensku forsetahjónunum í opinberri heimsókn þeirra til Svíþjóðar í janúar 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta