Hannes fékk áheyrn Svíakonungs
Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, fékk áheyrn hjá Karli Gústaf Svíakonungi í konungshöllinni í Stokkhólmi í gær í tengslum við afhendingu trúnaðarbréfs síns sem fór fram í september sl.
Á fundi þeirra var rætt um vinsamleg samskipti ríkjanna, náttúruvernd, meðal annars með tilliti til villtra laxastofna, málefni norðurslóða og hlutverk Háskólans á Akureyri á sviði þess mikilvæga málaflokks.
Þá sagði konungur að sérstaklega ánægjulegt hefði verið að taka á móti íslensku forsetahjónunum í opinberri heimsókn þeirra til Svíþjóðar í janúar 2018.