Hoppa yfir valmynd
17. október 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Endurnýjaður samningur við Samstarfsráð um forvarnir

Í dag var endurnýjað samkomulag þriggja ráðuneyta og bindindissamtaka um aðgerðir til að draga úr neyslu áfengis. Um er að ræða samstarfssamning um forvarnir á milli Samstarfsráðs um forvarnir annars vegar og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis hins vegar. Upphaflegi samningurinn var gerður um mitt ár 2004 en viðbótarsamningurinn sem nú var undirritaður gildir frá 1. janúar 2007 til ársloka sama árs. Það var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Aðalsteinn Gunnarsson, sem undirrituðu viðbótarsamninginn fyrir hönd hins opinbera og Samstarfsráðs um forvarnir. Samningsaðilar eru sammála um að á tímabilinu verði árangurinn sem samningurinn hefur skilað metinn og verður hafist handa við það í apríl 2007. Árleg framlög vegna verksefnisins voru tíu milljónir króna á ári og verða áfram.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta