Kvöld- og helgarþjónusta í heimahjúkrun aukin
Kvöld- og helgarþjónusta sú sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir nú í heimhjúkrun verður aukin verulega eystra. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljóna krónu viðbótarfé til að efla kvöld- og helgarþjónustu í heimahjúkrun. Þessi nýja þjónusta verður veitt á þjónustusvæði heilsugæslustöðvanna á Selfossi, Þorlákshöfn og í Hveragerði.