Þjónustusamningur um rekstur Heilsustofnunar í Hveragerði
Samið hefur verið um rekstur og þjónustu Heilsustofnunar í Hveragerði til næstu fimm ára. Það voru þau Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar NLFÍ sem undirrituðu síðdegis nýjan þjónustusamning um rekstur Heilsustofnunar NLFÍ. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2007 og er til fimm ára og greiðir ríkið um 480 milljónir króna á ári fyrir þjónustuna sem veitt er samkvæmt samningnum, eða um 2,5 milljarða króna á samningstímanum. Um 120 manns eru starfandi á HNLFÍ og er tekið á móti 1700 til 2000 sjúklingum á heilsustofnuninni árlega, en að jafnaði eru um 120 sjúklingar á heilsustofnuninni á hverjum tíma. Landlæknir hefur faglegt eftirlit með framkvæmd samningsins sem endurskoða má árlega kjósi samningsaðilar það.
Gunnlaugur K. Jónsson, form. stjórnar NLFÍ og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra