Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2012 Innviðaráðuneytið

Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

 

Útbúið hefur verið sérstakt svæði á forsíðu vefsíðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga undir Styttu þér leið og með kaflaheitinu: Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar munu koma  fram upplýsingar ársfjórðungslega um innheimtu af tilteknum framlögum sjóðsins til sveitarfélaga í viðkomandi ársfjórðungi er varða tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Í framhaldi af samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnámsins og samkomulagi um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var Jöfnunarsjóði sveitarfélaga falið að innheimta hlutdeild hvers sveitarfélags í hinum nýju verkefnum á grundvelli íbúafjölda 1. desember 2011.

Nýja svæðið er aðgengilegt vinstra megin á forsíðunni undir heitinu Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og er þar að finna allar upplýsingar er varða breytinguna og innheimtuna. Þar verður framvegis að finna ársfjórðungslega upplýsingar um innheimtuna og er nú  þegar búið að birta innheimtu vegna fyrsta ársfjórðungs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta