Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2020 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnréttisþing haldið í Hörpu 20.02.2020

Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu fimmtudaginn 20. febrúar 2020 undir yfirskriftinni Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin.

Á þinginu verður fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verður litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi.

Forsætisráðherra mun opna þingið með framlagningu skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála á árunum 2018 – 2019. Aðalfyrirlesari verður Hildur Knútsdóttir rithöfundur sem í erindi sínu mun fjalla um hvernig kynjamisrétti í samfélögum hefur aukið loftslagsvandann og varpar upp þeirri spurningu hvort vandinn verði yfir höfuð leystur án jöfnuðar. Í kjölfarið verða pallborðsumræður.

Á þinginu verður einnig fjallað um átakaorðræðu í loftslags- og jafnréttisumræðu, en baráttan gegn loftslagsvandanum hefur að miklu leyti verið leidd af ungu fólki. Rótgróið kynjamisrétti kristallast í viðbrögðum við þeirri baráttu en afneitun á loftslagsvandanum virðist höfða meira til karla en kvenna. Að erindum loknum verða pallborðsumræður.

Þá verða haldnar stuttar hugvekjur og pallborð um hvernig lífið þarf að breytast með tilkomu nýrrar tækni og aðgerðum gegn loftslagsvandanum og er síðasti hluti þingsins skipulagður í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir yfirskriftinni: „Hvað brennur á ungu fólki?“

Nánari upplýsingar um dagskrá, fyrirlesara og skráningu er á jafnretti2020.is.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta