Hoppa yfir valmynd
9. maí 2018 Utanríkisráðuneytið

Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen

Ljósmynd: UNICEF - mynd

Í dag hefur UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen. Eftir þriggja ára átök ríkir þar gífurleg neyð, en nánast hvert einasta barn þarf á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda.

UNICEF er í Jemen og hefur veitt milljónum barna neyðarhjálp síðustu ár við gífurlega erfiðar aðstæður. Framlögin úr neyðarsöfnuninni munu fara í að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð í Jemen, meðal annars að meðhöndla börn gegn vannæringu, tryggja vatns- og hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, bólusetja börn gegn mænusótt, dreifa skólagögnum og setja upp barnvæn svæði þar sem kennsla getur farið fram og hægt er að veita börnum sálræna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum.  

Sögur barna í Jemen

Í tilefni af neyðarsöfnuninni hefur UNICEF sett upp óvenjulega sýningu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Um er að ræða óvenjulega upplifun sem markar upphaf neyðarátaks UNICEF fyrir börn í Jemen. Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 17:00 til 20:00 í dag, 9. maí og eru allir velkomnir.

Hægt er að styrkja neyðarsöfnunina með því að senda SMS-ið JEMEN í nr. 1900 og gefa þannig 1900 krónur. Sú upphæð samsvarar t.d. rúmlega tveggja vikna meðferð gegn vannæringu fyrir eitt barn.

Einnig er hægt að leggja upphæð að eigin vali inná reikning UNICEF hér

Má ég segja þér soldið? Facebook síða viðburðarins í Listasafni Reykjavíkur

Cholera vaccination campaign starts in Yemen after year delay: WHO

‘I don’t think there’s a safe place in Yemen anymore’/ PBS

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti
3. Heilsa og vellíðan
6. Hreint vatn og hreint

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta