Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla um starfsemi og stöðu Barnahúss eftir tveggja ára tilraunaskeið

Hinn 1. nóvember 1998 hóf Barnahús starfsemi sína sem 2ja ára tilraunaverkefni. Þessari skýrslu er ætlað að varpa ljósi á það starf. Í upphafi skýrslunnar er fjallað um aðdraganda að stofnun Barnahúss og þau markmið sem voru sett með því. Meginefni skýrslunnar tekur til umfjöllunar innra starf Barnahúss. Fjallað hefur verið um mál 236 barna á tilraunatímabilinu. Ferns konar verkefni hafa verið unnin: Könnun mála að beiðni barnaverndarnefnda, rannsóknarviðtöl fyrir lögreglu og dómstóla og greining á þörf barna fyrir meðferð, eiginleg meðferðarviðtöl og ýmis ráðgjöf. Í skýrslunni verður sýnt fram á það hvernig breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem tóku gildi hinn 1. maí 1999 hafa fækkað skýrslutökum í Barnahúsi fyrir réttarvörslukerfið. Loks hefur skýrslan að geyma tillögur um framtíð Barnahúss.

Acrobat-skjalSkýrsla um starfsemi og stöðu Barnahúss eftir tveggja ára tilraunaskeið





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta