Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir veittir til verkefna og rannsókna á sviði velferðartækni

Ráðherra ásamt fulltrúum verkefnanna sem hlutu styrk - mynd

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti nýverið fjóra styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu, samtals 4,5 milljónir króna. Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumörkunar og framkvæmdaáætlunar á sviði velferðartækni sem unnið var að á síðasta ári. Tilgangurinn er að stuðla að nýsköpun og frumkvöðlahugsun þar sem leitað er nýrra leiða til að auka lífsgæði notenda velferðarþjónustunnar í nútíð og framtíð.

Samstarfsverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og búsetudeildar Akureyrarkaupstaðar og Öldrunarheimila Akureyrar fær þriggja milljóna króna styrk. Verkefnið er þríþætt og greinist í nokkur verkefni sem eru í fyrsta lagi á sviði stefnumörkunar og samstarfs, í öðru lagi vegna innleiðingar og prófunar á búnaði sem tengist velferðartækni og í þriðja lagi til að vinna úttektir, mat og rannsóknir á þeim verkefnum sem styrkurinn tekur til.

Þrír styrkir, hver um sig að fjárhæð 500.000 kr. voru veittir til námsmanna í framhaldsnámi á háskólastigi. Kolbeinn Aðalsteinsson, nemi í opinberri stjórnsýslu, hlaut styrk til að vinna rannsókn á viðhorfum og reynslu notenda til rafrænnar skráningar í heimaþjónustu

María Guðnadóttir lýðheilsufræðingur hlaut styrk til að vinna yfirlitsrannsókn um kosti og áhrif yfirbyggðra útivistarsvæða (ylgarða) á lífsgæði eldra fólks á hjúkrunarheimilum.

Vigdís Vala Valgeirsdóttir nemi við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, hlaut styrk til að við vinna að þróun og prófun á stoðbúnaði fyrir sjónskerta og blinda (The Sound of Vision) til að skynja og ferðast um umhverfi sitt á öruggan hátt.


Ráðherra ásamt Soffíu Lárusdóttur, framkvæmdastjóra búsetudeildar Akureyrar
Eygló Harðardóttir og María Guðnadóttir handsala styrk til verkefnis um Ylgarða
Eygló Harðardóttir og María Guðnadóttir handsala styrk til verkefnis um Ylgarða
Vigdís Vala Valgeirsdóttir segir frá verkefni sínu
Vigdís Vala Valgeirsdóttir segir frá verkefni sínu "The Sound of Vision"

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta