Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Félagsvísar kynntir í ríkisstjórn

Vísir
Vísir

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti nýuppfærða Félagsvísa á fundi ríkisstjórnar í morgun. Félagsvísar eru safn tölulegra upplýsinga sem varpa ljósi á fjölmörg atriði sem varða lífskjör þjóðarinnar og mismunandi stöðu skilgreindra hópa í samfélaginu. Þetta er í fjórða sinn sem Félagsvísar eru birtir.

Megintilgangurinn með félagsvísum er að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu og áhrifum þeirra á hagi fólks. Félagsvísar ná alla jafna yfir 10 ára tímabil og gera því kleift að fylgjast með þróun á þeim sviðum velferðarmála sem mæld eru. Gögnin eru sundurgreind eftir kyni, aldri og heimilisgerð svo unnt sé að skoða mismunandi aðstæður fólks eftir hópum á þeim sviðum velferðarmála sem vísarnir taka til.

Félagsvísum er ætlað að einfalda og bæta aðgengi stjórnvalda, almennings, hagsmunaaðila og rannsakenda að upplýsingum þar sem velferð, heilbrigði, vellíðan og þarfir íbúanna eru í brennidepli. Vísarnir eiga þannig að nýtast m.a. til stefnumótunar og ákvarðanatöku á sviði velferðarmála.

Sem dæmi um upplýsingar sem lesa má út úr Félagsvísum má nefna menntun, atvinnuþátttöku, upplýsingar um tekjur, eignir, skuldir og húsnæði eftir fjölskyldugerð, kyni og aldri, upplýsingar um notkun heilsugæslu, lyfjanotkun og ýmsar upplýsingar sem snúa að viðhorfum almennings til félagslegra og efnahagslegra gæða, upplýsingar um þátttöku barna í íþróttum og tómstundum, upplýsingar um samveru barna og foreldra og svo mætti áfram telja.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta