Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2018 Utanríkisráðuneytið

Kallað eftir umsóknum til mannúðarverkefna í Sýrlandi

Ljósmynd: Diala Ghassan/MSF - mynd

Utanríkisráðuneytið kallar eftir umsóknum um styrki til mannúðarverkefna borgarasamtaka til að bregðast við neyðarástandi vegna átakanna í Sýrlandi. Verkefnum er ætlað að falla annað hvort að neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vegna neyðarinnar í Sýrlandi.

Allt að 45 milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 30. september næstkomandi. Gert er ráð fyrir að umsóknum verði svarað skriflega eigi síðar en mánudaginn 22. október 2018.

Til að teljast styrkhæf þurfa borgarasamtök að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera löglega skráð á Íslandi.
  • Vera ekki rekin í hagnaðarskyni.
  • Hafa sett sér lög, hafi stjórn og stjórnarformann.
  • Hafa lagt fram ársreikninga áritaða annað hvort af opinberri endurskoðunarstofnun, sem er aðili að INTOSAI eða endurskoðunarfyrirtæki, sem starfar skv. alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (IFAC) sl. tvö ár.
  • Að félagsmenn eða styrktaraðilar séu minnst 30 talsins.
  • Starfa náið með samtökum, alþjóðlegum eða innlendum, sem hafa reynslu af neyðar- og mannúðarstörfum.
  • Hafa í eigin starfi og samstarfsaðila á vettvangi lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi og halda í heiðri grundvallarreglur ummannúðaraðstoð.
  • Hafa mótað sér stefnu sem ekki gengur gegn yfirmarkmiðum íslenskrar þróunarsamvinnu.

Umsækjendum er bent á umsóknareyðublað, verklagsreglur utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök vegna mannúðaraðstoðar og aðrar leiðbeiningar á vef ráðuneytisins  

Skila skal eftirfarandi fylgigögnum vegna umsókna:

Útfylltu umsóknarblaði, sem finna má á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.

  • Upplýsingum um umsækjanda og samstarfsaðila.
  • Lýsingu á þeirri neyð sem sótt er um styrk til.
  • Ársskýrslu síðasta starfsárs.
  • Lýsingu á þeirri neyð sem sótt er um styrk til með eftirfarandi efnisþáttum:
  • Tilvísun í það alþjóðlega neyðarkall sem verið er að svara.
  • Fjárhagsáætlun vegna verkþátta á vettvangi og vegna verkþátta er lúta að umsýslu, eftirliti og úttekt (árangursmati).
  • Greinargerð um starfshætti og verklag samtakanna í verkefninu, þar á meðal upplýsingum um undirbúning, framkvæmd og eftirlit.
  • Ársskýrslu síðasta starfsárs.
  • Ársreikningi síðasta starfsárs með áritun löggilts endurskoðanda, sbr. lið 2.2.

Jafnframt ber að skila, eða staðfesta að skil hafi áður farið fram á eftirfarandi gögnum:

  • Nafnalista yfir skipan stjórnar samtakanna.
  • Upplýsingum um löglega skráningu samtakanna.
  • Afriti af lögum samtakanna.
  • Afriti af stefnu samtakanna.
  • Yfirliti um verkefni og áherslur samtakanna, í hvaða löndum þau starfa og umfang starfseminnar.

Umsækjendur skulu lýsa með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis, áætlun um framkvæmd og kostnað verkefnis, tímaáætlun þess, auk annarra upplýsinga sem metnar eru nauðsynlegar. Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlaga vegna verkefnisins skal hann gera grein fyrir slíkum framlögum eða styrkjum.

Úthlutun styrkja fer eftir þeim skilmálum sem fram koma í verklagsreglum ráðuneytisins og leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar, sem finna má á ofangreindum vef. 

Umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði auglýsingar og úthlutunarskilmála verða ekki teknar til greina.

Um styrkveitingar til verkefna borgarasamtaka í málaflokknum gilda lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og reglugerð nr. 642/2018 um styrkveitingar ráðherra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta