Hoppa yfir valmynd
10. júlí 2023 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Vilníus

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Vilníus á morgun og stendur fram á miðvikudag.

Á fundinum verða málefni Úkraínu í brennidepli og mun Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, taka þátt í stofnfundi NATO-Úkraínuráðsins.

Nýjar varnaráætlanir bandalagsins verða einnig til umfjöllunar sem og markmið um framlög til varnarmála. Leiðtogafundurinn í Vilníus er sá fyrsti sem Finnland tekur þátt í sem fullgilt bandalagsríki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta