Hoppa yfir valmynd
1. desember 2017 Innviðaráðuneytið

Guðmundur Ingi tekinn við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í dag. - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, tók við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu úr höndum fráfarandi ráðherra, Bjartar Ólafsdóttur, í dag. Guðmundur tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í gær.

Guðmundur Ingi fæddist 28. mars 1977 á Brúarlandi á Mýrum. Hann er með BSc próf í líffræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Yale háskóla í Bandaríkjunum. Hann var  framkvæmdastjóri Landverndar 2011-2017 en starfaði áður við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Þá starfaði hann á Veiðimálastofnun á Hólum í Hjaltadal á námsárum sínum. Guðmundur Ingi hefur verið stundakennari á námskeiðum við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Guðmundur Ingi hefur einnig starfað sem landvörður á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði.

Guðmundur Ingi tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og var fyrsti formaður félagsins frá 2007 til 2010. Guðmundur Ingi er núverandi formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.

Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta