Hoppa yfir valmynd
31. október 2018 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Sigurður Ingi mælti fyrir fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar

Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna mælir fyrir fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á þingi Norðurlandaráðs. - myndJohannes Jansson

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á þingi Norðurlandaráðs fyrir hönd norrænna samstarfsráðherra og svaraði spurningum þingmanna Norðurlandanna um áætlunina.

Heildarframlög til Norrænu ráðherranefndarinnar nema ríflega 950 milljónum danskra króna á ári sem fjármagnar meðal annars víðtækt samstarf Norðurlandanna á sviði mennta- og menningarmála, vísindarannsókna og nýsköpunar, og heilbrigðis- og félagsmála.

Vilji fyrir sameiginlegum rafrænum skilríkjum

Á þinginu kom fram skýr vilji til þess að Norðurlöndin komi sér upp sameiginlegum rafrænum skilríkjum, eða e-ID, sem greiði götu íbúa í öllum samskiptum á milli landa. Fyrr í morgun funduðu norrænir samstarfsráðherrar með forsætisnefnd Norðurlandaráðs.

Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni áramót og gegnir henni árið 2019. Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er Gagnvegir góðir sem leggur áherslu á vináttu og samskipti Norðurlandanna. Á formennskuárinu mun Ísland leggja áherslu á ungt fólk, sjálfbæra ferðaþjónustu og málefni hafsins og efna til alls níu formennskuverkefna á þessum sviðum.

Gagnvegir góðir – formennskuáætlun Íslands

Forsætisráðherra fundaði með norrænum forsætisráðherrum

Umbætur á samstarfi Norðurlandanna halda áfram

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta