Rannsóknir og greining - Ungt fólk 2004
Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar, fimmtudaginn 8. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið boðar til kynningarfundar, fimmtudaginn 8. desember n.k. þar sem starfsfólk Rannsókna & greiningar mun kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar „Ungt fólk 2004" er við kemur menntun, menningu, tómstundum, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna. Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í öllum framhaldsskólum landsins á síðasta ári.
Kynningarfundurinn verður haldinn í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg 28, Reykjavík og hefst hann kl. 14:00. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 16:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Menntamálaráðuneytið hefur staðið fyrir reglubundnum rannsóknum á högum barna og ungmenna síðan 1992 undir heitinu Ungt fólk. Rannsóknir & greining hafa verið samstarfsaðili menntamálaráðuneytisins frá árinu 1999 við þessar rannsóknir. Á kynningarfundinum verður kynnt staða mála og þróun á tímabilinu 2000 - 2004 meðal framhaldsskólanemenda. Fundarmönnum gefst tækifæri á að bera fram spurningar varðandi niðurstöður úr rannsóknunum að kynningu lokinni.
Fundurinn er öllum opinn.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið: [email protected], eða í síma 545-9530