Föstudagspóstur 28. júní 2024
Heil og sæl,
Hér kemur föstudagspóstur vikunnar með yfirliti yfir helstu störf utanríkisþjónustunnar í liðinni viku.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hóf vikuna í Genf þar sem hún sótti ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA. Á fundinum undirrituðu ráðherrar EFTA-ríkjanna og utanríkisráðherra Chile einnig uppfærðan fríverslunarsamning.
Utanríkisráðherra átti þá einnig tvíhliðafund með Alberto van Klaveren, utanríkisráðherra Chile, og undirrituðu ráðherrarnir viljayfirlýsingu um gagnkvæm réttindi til vinnudvalar ungs fólks í ríkjunum.Free trade and export driven small (& strong) EFTA states just concluded the annual Ministerial meeting in Geneva where we signed a modernized FTA with Chile. We had important discussions on future outlook and emerging challenges in global trade and informing dialogue with… pic.twitter.com/2ovGXwBgmj
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) June 24, 2024
Following my bilateral meeting with Minister @AlbertoKlaveren of Chile – we signed an MoU on Youth Mobility. The purpose of this agreement is to encourage the mobility of eligible young Icelandic and Chilean students and workers under 30 years of age – creating for them… pic.twitter.com/WGG1uXCD7e
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) June 25, 2024
Þá hélt ráðherra á fleiri fundi í Genf vegna framboðs Íslands til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.
Í Genf flutti utanríkisráðherra einnig ávarp í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna.Useful day of meetings in Geneva, the home of the Human Rights Council where Iceland is running for membership for the term 2025 to 2027. If elected, Iceland will continue working towards advancing human rights of all through constructive dialogue and engagement, including the… pic.twitter.com/lRPU5RZSmx
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) June 25, 2024
Stjórnmálasamráð Íslands og Japans fór fram í utanríkisráðuneytinu 24. júní síðastliðinn þar sem tvíhliða samskipti, fjölþjóðleg samvinna og alþjóðleg málefni voru efst á baugi. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjórar, sátu fundinn fyrir Íslands hönd en Kimitake Nakamura, staðgengill skrifstofustjóra á Evrópudeild japanska utanríkisráðuneytisins, fór fyrir japönsku sendinefndinni.At #HRC56 on behalf of 🇩🇰🇪🇪🇫🇮🇮🇸🇱🇻🇱🇹🇳🇴🇸🇪 @thordiskolbrun called for human rights-based, evidence-driven and gender-responsive drug policies to ensure inclusion and equitable access to health and social services for all. pic.twitter.com/4daWwVjwwK
— Iceland in Geneva 🇮🇸 (@IcelandinGeneva) June 26, 2024
Ráðherra hitti einnig Ngozi Okonjo-Iweala, framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og ræddu þær framfarir í fiskveiðum.Grateful for @MofaJapan_en visit to Iceland to participate in the political dialogue between 🇮🇸 and 🇯🇵. Our common interests & strong belief in the international system remain a strong basis for further cooperation in areas such as trade & sustainable use of natural resources. pic.twitter.com/PcoUxweHjK
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) June 26, 2024
A focused and productive meeting with Minister of Foreign Affairs of Iceland H.E. Minister @thordiskolbrun. Discussing outstanding work from MC13 on the fisheries and other agreements and how to make positive steps forward. Many thanks to Iceland and in particular Ambassador… pic.twitter.com/vfNAHZXfC4
— Ngozi Okonjo-Iweala (@NOIweala) June 25, 2024
Þá snúum við okkur að sendiskrifstofum okkar.
Ísland er meðlimur í ríkjahópi hjá Sameinuðu þjóðunum sem sinnir ötullega málsvarastarfi fyrir réttindum hinsegin fólk á alþjóðavísu. Í vikunni birti hópurinn myndband þar sem meðlimir hinna ýmsu ríkja hópsins lýstu því fyrir áhorfendum af hverju sýnileikinn er mikilvægur, sem hann svo sannarlega er.
In June, many people around the world celebrate the importance of equality and #humanrights of #LGBTI persons during #Pride Month 🏳️🌈🏳️⚧️ This year, members of the UN #LGBTICoreGroup have asked young LGBTI persons in their own countries why celebrating Pride is important. 🌈 pic.twitter.com/4ZoF5v2KlM
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 26, 2024
Harald Aspelund, sendiherra Íslands gagnvart Finnlandi sótti hádegisverð NATO sendiherranna sem Theresa Bubbear, sendiherra Bretlands gagnvart Finnlandi, hélt í sendiráði Bretlands í Helsinki. Heiðursgestur viðburðarins var enginnn annar en Alexander Stubb, forseti Finnlands.
Þá tók sendiherra á móti Ratu Silvy Gayatri, sendiherra Indónesíu gagnvart Finnlandi og Eistlandi, í sendiherrabústaðnum í Helsinki.
Íslenski söfnuðurinn í London hélt þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á sunnudaginn þar sem Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London, var gestur. Þar mátti heyra kórsöng og gæða sér á íslenskum pylsum.
Sturla Sigurjónsson, sendiherra, heimsótti einig Kelmscott Manor þar sem breski hönnuðurinn, skáldið og Íslandsvinurinn William Morris hafði oft sumardvöl. Sendiherra hitti Kathy Haslam, safnstjóra, og Emily Lethbridge, sýningarstjóra.
Hendrik Jónsson tók þátt fyrir hönd Íslands á fundi undirbúningsnefndar Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem málefni hafsins voru til umræðu.
“We are ready to get to work,” 🌊☀️ was the clear and simple message of #Iceland🇮🇸 @ #BBNJ #PrepCom organizational meeting this week. Iceland emphasizes a pragmatic approach in preparing entry into force of what sometimes is referred to as #HighSeasTreaty.https://t.co/ZF7grbgjAh pic.twitter.com/sOZEbs7AF1
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) June 27, 2024
Sendiráð Íslands í Ottawa hélt sameiginlegan jónsmessu- og miðsumarsfögnuð með sendiráðum Norðurlandanna, haldið í sænska sendiherrabústaðnum í Ottawa. Viðburðurinn vakti mikla gleði meðal gesta og hér fyrir neðan er hægt að sjá klippur af fögnuðinum.
Fimmtugasta og sjöunda lota framkvæmdaráðs Alþjóðahaffræðinefndarinnar IOC-UNESCO, þar sem Ísland situr í framkvæmdastjórn, hófst í vikunni París og fulltrúar Íslands létu sig ekki vanta.
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Kína, fundaði með Nguyen Hoang Long, vara-ráðherra í viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Víetnam og Le Thi Thu Hang, vara- utanríkisráðherra í Hanoi. Ræddu þeir tvíhliðasamskipti Íslands og Víetnam, fríverslunarviðræður, ferðaþjónustu og jarðvarmanýtingu.The 57th Session of the Executive Council of @IocUnesco began today! Iceland🇮🇸 recognizes the relevance of @IocUnesco and prioritizes efficiency in the work of the Organization, particularly in light of an increased demand of its products and a greater sense of urgency🌊#EC57 pic.twitter.com/Qc85rBQ2Il
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) June 25, 2024
Two productive meetings in Hanoi with Mr. Nguyen Hoang Long, Deputy Minister of Trade & Industry and Ms. Le Thi Thu Hang, Deputy Minister of Foreign Affairs. Discussed 🇮🇸🇻🇳 bilateral relations, geothermal energy & the importance of concluding the FTA between EFTA & Vietnam pic.twitter.com/s9dxx8OKkN
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) June 24, 2024
Við ljúkum svo föstudagspóstinum með sendiráðinu í Washingtond D.C.
Sendiráðið í Washington og Íslandsstofa stóðu fyrir vel sóttri ráðstefnu, Our Climate Future: Colorado-Iceland Clean Energy Summit, í Denver á dögunum þar sem lykilaðilar á sviði orkumála og grænna lausna frá Íslandi, Colorado fylki og víðar frá Bandaríkjunum tóku þátt. Ráðstefnunni var ætlað að skapa vettvang til að deila þekkingu og reynslu á sviði jarðvarmanýtingu og kolefnislausna og stofna til tengsla íslenskra og bandarískra aðila, bæði stjórnvalda og einkaaðila á þessu sviðum.
The Colorado-Iceland Clean Energy Summit took place in Denver yesterday. It brought together businesses, state & governments representatives from both sides to discuss opportunities to strengthen cooperation in Geothermal Energy and Carbon Management. https://t.co/gTtdAIHanu pic.twitter.com/w80Dof9FS9
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) June 21, 2024
Jared Polis, fylkisstjóri Colorado og Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington tóku þátt í "Fireside chat" þar sem orkuskipti og tækifæri til samstarfs milli Íslands og Colorado voru meðal umræðuefna.
Sendiherra Íslands í Washington tók í gær þátt í einstökum og sögulegum viðburði í bandaríska utanríkisráðuneytinu þegar í fyrsta skipti þrír ráðherrar ræddu málefni og mannréttindi hinsegin fólks í utanríkis- og viðskiptastefnu Bandaríkjanna. Íslandi var mikill heiður sýndur enda eina ríkið sem boðið var til þátttöku af þessu tilefni.Fireside chat between Governor Jared Polis @GovofCO & Ambassador @BEllertsdottir at the Colorado-Iceland Clean Energy Summit in #Denver today. Great conversation on the many collaborative opportunities between 🇮🇸 & Colorado such as in areas of geothermal & carbon management. pic.twitter.com/KKVaItvlJP
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) June 20, 2024
LGBTQI+ rights are a key priority for 🇮🇸 & @BEllertsdottir was yesterday invited to partake in a historic event @StateDept on LGBTQI+ rights & US foreign policy. The Ambassador spoke on a panel on the importance of civil society partnerships for advancing LGBTQI+ human rights. pic.twitter.com/FiEuYQFFum
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) June 28, 2024
Fleira var það ekki að sinni.
Við óskum ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild