Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2007 liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri nam tæpum 61 ma.kr. sem er 4,7 ma.kr. lakari útkoma en árið á undan. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 2,1 ma.kr. samanborið við 25 ma.kr. lánsfjárhalla árið 2006. Fjármuna­hreyfingar námu 63 ma.kr. og skýrast af kaupum á eignarhluta í Landsvirkun að fjárhæð 30,3 ma.kr. og eiginfjárframlagi til Seðlabanka Íslands að fjárhæð 44 ma.kr. Á móti því vegur sala eigna og innheimta veittra lána.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – desember 2003– 2007

Í milljónum króna

 

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

259 783

280 696

399 289

381 336

452 673

Greidd gjöld

268 714

280 382

308 382

314 716

369 583

Tekjujöfnuður

-8 931

 315

90 905

66 619

83 090

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-10 177

-

-57 605

- 384

-6 170

Breyting viðskiptahreyfinga

9 836

- 607

-1 286

- 516

-15 962

Handbært fé frá rekstri

-9 272

- 292

32 014

65 719

60 958

Fjármunahreyfingar

21 115

22 700

49 874

-91 154

-63 102

Hreinn lánsfjárjöfnuður

11 843

22 408

81 888

-25 435

-2 144

Afborganir lána

-30 702

-32 477

-62 305

-46 097

-33 837

   Innanlands

-18 252

-7 291

-14 596

-23 223

-22 505

   Erlendis

-12 450

-25 186

-47 709

-22 873

-11 332

Greiðslur til LSR og LH

-7 500

-7 500

-5 482

-4 000

-12 500

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-26 359

-17 569

14 101

-75 531

-48 481

Lántökur

24 749

25 867

10 234

115 713

58 939

   Innanlands

28 334

9 740

10 234

25 892

58 754

   Erlendis

-3 584

16 127

-

89 821

 185

Breyting á handbæru fé

-1 610

8 298

24 335

40 182

10 457



Innheimtar tekjur ríkissjóðs árið 2007 námu 452,7 ma.kr. sem er 18,7% aukning frá fyrra ári. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld 395,7 ma.kr. sem er 11,7% aukning frá fyrra ári og samsvarar raunaukningu um 6,4% miðað við hækkun almenns verðlags. Aðrar rekstrar­tekjur aukast um 43,2% en þær skýrast einkum af vaxtatekjum og sölu vöru og þjónustu.

Skattar á tekjur og hagnað námu 144,6 ma.kr. sem nemur 14,6% aukningu frá árinu 2006. Þar af vegur tekjuskattur einstaklinga mest og nam hann 84,1 ma.kr. og jókst um 7,5% frá fyrra ári. Tekjuskattur lögaðila nam 35,4 ma.kr. og var vöxturinn hóflegur á árinu, eða sem samsvarar 12,7%, eftir mjög mikinn vöxt í tvö ár þar á undan. Skattur af fjármagnstekjum nam 25,2 ma.kr. og jókst um 51,7% á árinu. Eignarskattar jukust um 27,7% á árinu og námu 11,7 ma.kr., þar af námu stimpilgjöld 9,3 ma.kr.

Innheimta veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 191,8 ma.kr. á sl. ári og jókst um 9,2% frá fyrra ári eða sem nemur 4% að raunvirði eftir að tekið hefur verið tillit til hækkunar vísitölu neysluverðs. Stærsti hluti veltuskatta eru tekjur af virðisaukaskatti sem nam 135,4 ma.kr. og jókst um 10,6% á milli ára eða 5,3% að raunvirði. Áfengis- og tóbaksgjald og fleiri vörugjöld fylgdu verðlagsþróun að mestu. Vörugjöld af ökutækjum jukust um 2,4% að raunvirði og olíugjaldið um 6% en vörugjöld af bensíni drógust saman um 2,9% að raunvirði.

Af öðru má nefna að tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda jukust um 26,9% á milli ára og námu 5,3 ma.kr. og innheimt tryggingargjöld jukust um 5,2% og námu 39,2 ma.kr. Þá voru tekjur af sölu eigna alls 20 ma.kr. á árinu en þar af voru bókfærðir 12,8 ma.kr. í desember vegna sölu mannvirkja á fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll.

Tekjur ríkissjóðs janúar - desember 2005–2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

314 820

354 209

395 666

 

20,7

12,5

11,7

Skattar á tekjur og hagnað

101 341

126 192

144 637

 

22,8

24,5

14,6

Tekjuskattur einstaklinga

69 056

78 228

84 101

 

10,3

13,3

7,5

Tekjuskattur lögaðila

15 384

31 369

35 366

 

40,9

103,9

12,7

Skattur á fjármagnstekjur

16 901

16 595

25 170

 

88,3

-1,8

51,7

Eignarskattar

14 906

9 172

11 712

 

23,7

-38,5

27,7

Skattar á vöru og þjónustu

161 210

175 692

191 834

 

20,4

9,0

9,2

Virðisaukaskattur

111 205

122 400

135 381

 

22,1

10,1

10,6

Vörugjöld af ökutækjum

10 250

10 230

11 005

 

68,8

-0,2

7,6

Vörugjöld af bensíni

8 783

8 995

9 168

 

5,6

2,4

1,9

Skattar á olíu

4 015

6 553

7 292

 

-31,1

63,2

11,3

Áfengisgjald og tóbaksgjald

10 560

11 371

11 949

 

3,4

7,7

5,1

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

16 397

16 142

17 040

 

32,4

-1,6

5,6

Tollar og aðflutningsgjöld

3 474

4 170

5 292

 

13,8

20,0

26,9

Aðrir skattar

1 641

1 758

3 024

 

13,3

7,2

72,0

Tryggingagjöld

32 249

37 226

39 167

 

16,2

15,4

5,2

Fjárframlög

 760

1 668

1 868

 

8,6

119,6

12,0

Aðrar tekjur

25 189

24 506

35 104

 

34,0

-2,7

43,2

Sala eigna

58 519

 953

20 035

 

-

-

-

Tekjur alls

399 288

381 336

452 673

 

42,2

-4,5

18,7



Greidd gjöld ríkissjóðs námu 369,6 ma.kr. á árinu 2007 og jukust um 54,9 ma.kr. milli ára eða rúm 17%. Almenn opinber þjónusta nam 52,3 ma.kr. og var hækkunin 38,2% milli ára. Útgjöld til almannatrygginga- og velferðarmála nema 86,6 ma.kr og hækka um rúm 18% frá fyrra ári. Þar undir falla lífeyristryggingar sem nema 38,7 ma.kr. og hækka um 7 ma.kr. milli ára og einnig barnabætur sem námu tæpum 8 ma.kr. og jukust um 2,1 ma.kr. Fæðingar­orlofs­greiðslur hækkuðu um 1,5 ma.kr og námu 7,9 ma.kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnu­mála nema 52,8 ma.kr. og er aukningin 9 ma.kr. milli ára. Útgjöld til heilbrigðismála voru 93,3 ma.kr. og jukust um 8,5 ma.kr. Útgjöld til menntamála nema 37,8 ma.kr. og er aukningin á milli ára 3,3 ma.kr.


 

Gjöld ríkissjóðs janúar - desember 2005–2007

 

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

...

37 817

52 259

 

...

38,2

Þar af vaxtagreiðslur

...

9 884

17 090

 

...

72,9

Varnarmál

...

 606

 977

 

...

61,2

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

...

13 784

15 802

 

...

14,6

Efnahags- og atvinnumál

...

43 708

52 759

 

...

20,7

Umhverfisvernd

...

3 356

4 040

 

...

20,4

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

...

 402

 544

 

...

35,2

Heilbrigðismál

...

84 836

93 314

 

...

10,0

Menningar-, íþrótta- og trúmál

...

13 890

15 906

 

...

14,5

Menntamál

...

34 539

37 837

 

...

9,5

Almannatryggingar og velferðarmál

...

73 294

86 628

 

...

18,2

Óregluleg útgjöld

...

8 484

9 518

 

...

12,2

Gjöld alls

308 382

314 716

369 583

 

2,1

17,4



 

Lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 48,5 ma.kr. á árinu 2007 en hrein lánsfjárþörf var 2,1 ma.kr. Afborganir lána voru 33,8 ma.kr., þar af hefur 11,3 ma.kr. verið varið til uppgreiðslu erlendra lána. Heildarlántökur tímabilsins nema 58,9 ma.kr. og er allt tekið að láni innanlands. Lán­tökurnar skýrast af skuldabréfaútgáfu í tengslum við kaup ríkisins á 50% hlut Reykjavíkur­borgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun að fjárhæð 26,9 ma.kr. og útgáfu á ríkisbréfum og ríkisvíxlum.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta