Upplýsingar um kjörstaði
Sveitarfélög auglýsa kjörstaði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars nk. og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi, en þó hafa einstaka kjörstjórnir ákveðið, eins og þeim er heimilt , að byrja síðar og hætta fyrr.
Sjá tengla í kosningaupplýsingar hjá nokkrum sveitarfélögum hér að neðan, en ítarlegan lista yfir sveitarfélög og vefsíður þeirra er að finna hér á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.