Fyrsti fundur nýskipaðs Netöryggisráðs
Fyrsti fundur nýskipaðs Netöryggisráðs var haldinn mánudaginn 17. september sl. (fyrra skipunartímabil var 2015-2018). Hlutverk Netöryggisráðs er að vera samstarfsvettvangur stjórnvalda um málefni er snerta net- og upplýsingaöryggi, að fylgja eftir innleiðingu á stefnu stjórnvalda á hverjum tíma og að vera vettvangur miðlunar upplýsinga og samhæfingar aðgerða á sviði net- og upplýsingaöryggis.
Á fyrsta fundi ráðsins voru ýmis mál tekin fyrir sem munu jafnframt verða til frekari umfjöllunar á komandi vikum og mánuðum:
- Þróun ógna á Netinu og viðbrögð grannríkja þar að lútandi.
- Drög að frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (sem er þáttur í innleiðingu hinnar svokölluðu NIS-tilskipunar).
- Mótun nýrrar stefnu um netöryggismál.
- Eftirfylgni við úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis hérlendis.
- Árangur af starfi Netöryggissveitarinnar á árinu í kjölfar samnings sem gerður var á milli Stjórnarráðsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um netöryggisþjónustu.
- Nauðsyn þess að atvik séu tilkynnt til Netöryggissveitarinnar.
- Efling fræðslu og kennslu í netöryggisfræðum (þar á meðal námskeið sem fyrirlesari frá Oxford hélt fyrir háskólanema og sérfræðinga, samsvarandi námskeið er fyrirhugað í janúar vegna mikillar eftirspurnar).
- Áframhaldandi uppbygging tengsla við erlenda háskóla sem bjóða upp á framhaldsnám í netöryggisfræðum og miðlun upplýsinga til stúdenta um nám og mögulega styrki.
- Breytt og aukið hlutverk evrópsku netöryggisstofnunarinnar ENISA og aukin þátttaka Íslands í starfi hennar.
- Hugsanleg þátttaka Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni (European Cyber Security Challenge).
- Varnir mikilvægra innviða samfélagsins m.t.t. árása á netkerfi þeirra (beint eða óbeint).
- Könnun á hversu háðir mikilvægir innviðir eru gervihnattabundinni þjónustu (t.d. vegna staðsetningar eða tímamerkja).
- Netöryggisæfingar.
- Dulritun samskipta á milli opinberra aðila.
- Rannsóknir á greiningu á upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum (án greiningar á efni) til að kanna hugsanlegt flæði upplýsinga frá eða í gegnum falskar uppsprettur.
Í Netöryggisráði eiga eftirfarandi sæti sem aðalfulltrúar eða varafulltrúar:
Sigurður Emil Pálsson, formaður, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Guðbjörg Sigurðardóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Sigríður Rafnar Pétursdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun
Unnur K. Sveinbjarnardóttir, Póst- og fjarskiptastofnun
Þorleifur Jónasson, Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar
Kristján Valur Jónsson, Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar
Jón F. Bjartmarz, embætti ríkislögreglustjóra
Gylfi Gylfason, embætti ríkislögreglustjóra
Guðrún Birna Guðmundsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Baldur Arnar Sigmundsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
Vigdís Eva Líndal, Persónuvernd
Páll Heiðar Halldórsson, Persónuvernd
Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir, utanríkisráðuneyti
Snorri Matthíasson, utanríkisráðuneyti
Ingi Steinar Ingason, Landlæknisembættið
Hólmfríður G. Pálsdóttir, Landlæknisembættið
Guðrún I. Svansdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti
Jón Vilberg Guðjónsson, mennta- og menningarmálaráðuneyti
Erna Sigríður Sigurðardóttir, forsætisráðuneyti
Ágúst Geir Ágústsson, forsætisráðuneyti
Ragna Bjarnadóttir, dómsmálaráðuneyti
Inga Þórey Óskarsdóttir, dómsmálaráðuneyti
Einar Birkir Einarsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti
Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti
Tengt efni á vef Stjórnarráðsins:
Net- og tölvuárásir eru vaxandi ógn sem veldur fjárhagslegum og tilfinnanlegum skaða (grein samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Viðskiptablaðinu 8. febrúar 2018)
Mótun heildarlöggjafar um net- og upplýsingaöryggi (kynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á ríkisstjórnarfundi 2. febrúar 2018)
Samið um þjónustu Netöryggissveitarinnar við stjórnsýsluna (25. janúar 2018)
Netöryggi (vefsíða með ýmsum tenglum um netöryggistengd mál innan stjórnsýslunnar)
Úttekt Oxford-háskóla á stöðu netöryggis og ráðleggingar um aðgerðir til eflingar þess
Úttektir á öryggi opinberra vefja
Stefna um net- og upplýsingaöryggi kynnt í ríkisstjórn (28. apríl 2015, frétt með hlekk í stefnuskjalið)