Hoppa yfir valmynd
10. maí 2019

Opnun íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum

Kristján Andri Stefánsson sendiherra opnaði í gær íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum að viðstöddu miklu fjölmenni.
Fulltrúi Íslands að þessu sinni er Hrafnhildur Arnardottir / Shoplifter sem sýnir þar verk sitt Chromo Sapiens. Sýningin er í vöruhúsi á Giudecca-eyju í Feneyjum og einkennisefniviður listamannsins er gervihár. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna við dynjandi nið hljómsveitarinnar HAM sem samið hefur sérstakt tónverk fyrir sýninguna. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir.
Sýningin stendur frá 11. maí til 24. nóvember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta