Hoppa yfir valmynd
16. júní 2023 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra Kanada gestur á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Vestmannaeyjum

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. – 26. júní nk. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur fundarins.

Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru 50 ár liðin frá lokum eldgossins í Vestmannaeyjum. Norðurlöndin styrktu uppbygginguna í kjölfar gossins með margvíslegum hætti.

Til fundarins er boðið forsætisráðherrum Norðurlandanna, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands, og tekur framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar þátt í hluta fundarins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta