Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2007 Dómsmálaráðuneytið

Nýjar kröfur til réttarkerfisins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag, 16. nóvember, ræðu á aðalfundi Dómarafélags Íslands og ræddi meðal annars um stöðu þriggja greina ríkisvaldsins.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag, 16. nóvember, ræðu á aðalfundi Dómarafélags Íslands og ræddi meðal annars um stöðu þriggja greina ríkisvaldsins og sagði: „Hraði breytinganna hefur verið svo mikill, að allar þrjár greinar ríkisvaldsins eiga fullt í fangi með að fylgja þeim eftir. Á það ekki síst við þá aðila, sem halda uppi eftirliti með þróun hins frjálsa viðskiptalífs og hvers kyns fjármálaumsvifa. Við það eftirlit duga aðferðir gærdagsins alls ekki lengur.“

Ráðherrann sagði einnig: „ Spyrja má, hvort brotthvarfið frá sérdómstólum yfir í almenna dómstóla, hafi verið heillavænlegt í ljósi þessara breytinga.“ Hvatti hann Dómarafélag Íslands til að taka til umræðu, hvort sérdómstólar ættu að nýju rétt á sér hér á landi.

Ræða ráðherra á aðalfundi Dómarafélags Íslands (PDF-skjal)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta