Skattskylda húsaleigubóta afnumin
Með lögum nr. 133/2001 samþykkti Alþingi lög um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt o.fl. Í e-lið 17. gr. laganna er gerð breyting á 28. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.
Lögin taka gildi 1. janúar 2002. Þannig að þær húsaleigubætur sem eru greiddar út vegna ársins 2002 og síðar eiga ekki að teljast til (skattskyldra) tekna.